Olga Bergmann (1967)
Olga Bergmann
Olga lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann árið 1991 og MFA-námi frá CCA í Oakland Kaliforníu árið 1995. Í verkum sínum fjallar hún m.a. um náttúruvísindi, genaverkfræði og möguleika raunvísindanna. Einnig vinnur hún fyrirbæri eins og Wunderkammer í verkum sínum og fjallar á gagnrýninn hátt umhlutverk safna dagsins í dag. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis, meðal annars í Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Belgíu. http://www.this.is/olga