Listamenn

Einar Garibaldi Eiríksson (1964)

Einar Garibaldi Eiríksson

Einar stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó á Ítalíu. Í verkum sínum hefur hann ítrekað tekist á við að greina mótandi áhrif merkingarsköpunar á skilning okkar og afstöðu til sögu, menningar og umhverfis okkar. Einar hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, ásamt því að verk hans má finna í öllum helstu listasöfnum landsins.http://einar_garibaldi.lhi.is

Birta Guðjónsdóttir (1977)

Birta Guðjónsdóttir

Birta nam myndlist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute í Rotterdam, Hollandi árið 2004. Meðal einkasýninga Birtu má nefna sýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsi, Turpentine Gallery, Suðsuðvestur, Undir stiganum í i8 Gallery og De 5er sýningarrými í Rotterdam. Birta hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, s.s. í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni ASÍ, Boijmans van Beuningen í Rotterdam, Trygve Lie Gallery í New York, Glasgow Project Romm, og Locus010 sýningarrýminu í Rotterdam. Auk þess að starfa sem sjálfstæður sýningarstjóri starfar Birta sem formaður Nýlistasafnsins í Reykjavík. Hún hefur starfað sem listrænn stjórnandi listrýmisins 101 Projects í Reykjavík og sýningarstjóri samtímalistasafns og einkasafns Péturs Arasonar; SAFN í Reykjavík. Hún rekur einnig heimagalleríið Gallerí Dvergur.  www.this.is/birta

Anna Líndal (1957)

Anna Líndal

Anna Líndal útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985 og lauk framhaldsnámi frá The Slade School of Fine Art í London árið 1990 og MA í Listrannsóknum frá St Lucas, University College of Art & Design, Antwerpen 2012. Auk fjölda innlendra og erlendra sýninga tók Anna Líndal þátt í Kwangju Biennalnum, Man + Space í S- Kóreu 2000, sýningarstjóri René Block. Istanbúl-tvíæringnum 1997, on life, beauty, translation and other difficulties, sýningarstjóri Rosa Martinez og alþjóðlegri myndlistarsýningu Listahátíðar í Reykjavík 2005 og 2008. 2012 var Anna með einkasýningu í Listasafni ASÍ Kortlagning hverfulleikans og Samhengissafnið / Línur í Harbinger 2014. Anna Líndal var prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000 - 2009

www.annalindal.com

Anna Líndal (1958)

Anna Líndal

Anna Líndal útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1985 og lauk framhaldsnámi frá The Slade School of Fine Art í London árið 1990 og MA í Listrannsóknum frá St Lucas, University College of Art & Design, Antwerpen 2012. Auk fjölda innlendra og erlendra sýninga tók Anna Líndal þátt í Kwangju Biennalnum, Man + Space í S- Kóreu 2000, sýningarstjóri René Block. Istanbúl-tvíæringnum 1997, on life, beauty, translation and other difficulties, sýningarstjóri Rosa Martinez og alþjóðlegri myndlistarsýningu Listahátíðar í Reykjavík 2005 og 2008. 2012 var Anna með einkasýningu í Listasafni ASÍ Kortlagning hverfulleikans og Samhengissafnið / Línur í Harbinger 2014. Anna Líndal var prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000 - 2009

www.annalindal.com

Hildur Bjarnadóttir (1969)

Hildur lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992 og framhaldsnámi 1997 frá myndlistardeild Pratt Institute, Brooklyn, New York í Bandaríkjunum. Frá námslokum hefur Hildur verið virk í sýningahaldi og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum sem og einkasýningum bæði hér á landi og erlendis. Verk hennar hafa vakið athygli fyrir það hvernig hún rannsakar tilveru listarinnar og mörk handverks og myndlistar á nýstárlegan hátt.  Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar s.s. Íslensku sjónlistaverðlaunin fyrir myndlist árið 2006, verðlaun úr Listasjóði Dungals og Listasjóði Ástu Eiríksdóttur og Svavars Guðnasonar auk viðurkenninga á erlendri grund. Verk Hildar er að finna í helstu söfnum hér á landi og einnig í söfnum á  Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, en líka í fjölmörgum einkasöfnum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hennar www.hildur.net

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn