Listamenn

JBK Ransu

JBK Ransuer fæddur 1967 í Reykjavík. Hann nam myndlist í Hollandi við myndlistarakademíuna í Enschede, AKI (Akademie voor Beeldend Kunst) árin 1990 – 1995 og var hálft ár gestanemi við listaháskólann í Dyflinni á Írlandi. Frá því hann lauk námi hefur hann ekki einungis stundað myndlist af kappi heldur einnig skrifað gagnrýni og fjölda greina um myndlist auk þess að vera sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og kennt málun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Ransu hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis og einkasýningar hans eru orðnar á þriðja tug. Hann er einn af stofnendum Gullpenslanna og hefur sýnt reglulega með þeim. Ransu hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna. Árið 2007 fékk hann eftirsóttan starfsstyrk frá The Krasner-Pollock foundation í New York og árið 2002 viðurkenningu úr Listasjóði Dungals. Þá var hann fyrstur íslenskra listamanna til að taka þátt í hinni virtu alþjóðlegu vinnustofu ISCP (International Studio and Curatorial Program) í New York árið 2006. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn