Listamenn

Geymar - Flassbakk

GEYMAR – FLASSBAKK

Á sýningunni GEYMAR er gestum boðið að ganga inn í myndheim Sirru Sigrúnar Sigurðardótur, sem sækir efniviðinn m.a. í tölulegar staðreyndir, vísindakenningar og rannsóknir. Hún hefur lengi velt fyrir sér stöðu listamannsins og listarinnar í samfélaginu og í verkum hennar má sjá skírskotanir til umhverfisins jafnvel nærsamfélagsins, en Sirra er fædd og uppalin á Selfossi. Í lok árs 2012 útnefndi list-tímaritið Modern Painters 24 alþjóðlega listamenn sem vert væri að fylgjast með á komandi árum og var Sirra þar á meðal. Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015.

FLASSBAKK er sýning á listaverkum úr safneign Listasafns Árnesinga, m.a.a eftir Ásgrím Jónsson og Halldór Einarsson sem Sirra Sigrún Sigurðardóttir hefur sett saman. Einnig eru fengnir að láni munir frá Byggðasafni Árnesinga, en á uppvaxtarárum Sirru á Selfossi var bæði Listasafnið og Byggðasafnið staðsett þar og hún byggir sýninguna m.a. á minningum sínum þaðan.

Sirra Sigrún Sigurðardóttir (1977)

Sirra lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2001, nam listfræði við Háskóla Íslands einn vetur og lauk meistaranámi við School of Visual Arts í New York 2013. Hún er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík þar sem hún hefur skipulagt fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Í desember 2012 var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn