HUGLÆG RÝMI
Ólafur Sveinn Gíslason

Ólafur Sveinn Gíslason12. janúar - 31. mars 2019
Huglæg rými er innsetning eftir Ólaf Svein Gíslason og samanstendur af kvikmynd sem varpað er á sex fleti sýningarrýmisins, vatnslitaverkum, litlum, misstórum skúlptúrum og milliveggjum sem á áhugaverðan hátt mynda eitt verk sem Ólafur sviðsetur í þrjá meginsali safnsins sem og í anddyrið.

Uppspretta verksins Huglæg rými eru samræður Ólafs og nágranna hans í Flóanum, Sigurðar Guðmundssonar á Sviðugörðum ̶ kynni Ólafs af því hvernig hann er samvaxinn sögu staðarins og tengsl hans við mótun býlisins, húsin, skepnur og jörðina. Handrit kvikmyndarinnar byggir Ólafur á viðtölum við Sigurð, en hann lætur fimm einstaklinga segja frá sem Sigurður. Þeir eru auk Sigurðar sjálfs, einn lærður leikari, Þór Tulinius, og þrír sveitungar, ungur piltur, ungur maður og kona, sem eru Ágúst Þorsteinsson, Guðjón Helgi Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir.

Í grein Margrétar Elísabetar Ólafsdóttir í sýningarskrá sýningarinnar Huglæg rými segir í upphafi og niðurlagi: „Verk Ólafs vekja upp spurningar um rými listarinnar og listaverksins, og þátt listamanns og annarra í sköpun þessa rýmis. ... Huglæg rými dregur allt í senn upp mynd af sögu einstaklings og sögu samfélags, sem jafnframt er saga af tíma, tímabilum og stað.“

Ólafur hefur unnið að sýningarverkefninu Huglæg rými um nokkurra ára skeið og líkt og fyrri verk hans er það samfélagstengt. Verkið var fyrst kynnt á OPNUN sem var sýning í Gallerý Kling & Bang þegar Marshall húsið var formlega opnað 2017 en undanfari sýningarinnar var sjónvarpsþáttaröð á RÚV sem helguð var íslenskri samtímalist þar sem gefin var innsýn í list, sýn og hugmyndafræði 12 myndlistarmanna og var Ólafur valinn í þann hóp. Höfundar og sýningarstjórar þeirrar sýningar voru Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson. Dorothée ritar einnig í sýningarskrána sem gefin er út í tengslum við sýninguna í Listasafni Árnesinga.

Huglæg rými hefur notið styrkja úr Myndlistarsjóði, Myndstefi og Uppbyggingasjóði Suðurlands. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir. Sýningin mun standa til og með 31. mars 2019.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn