HAUSTÖNN 2017

Myndin í huganum - Teiknun og málun

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.

Námskeiðið snýst fyrst og fremst um að vinna með hverjum og einum að hugmyndaþróun og þjálfun í að horfa á myndefnið með opnum huga og koma hugmyndinni til skila með fjölbreyttum tækniaðferðum. Ýmsar aðferðir og æfingar verða notaðar til að draga hugmyndir fram í dagsljósið og gera þær sýnilegar. Unnið bæði með teikningu og málun með vatnsleysanlegum litum.

18. og 19. okt., 1., 2.,15.,16., 29. og 30. nóv., 13. og 14. des. 2017.
Miðvikudaga og fimmtudaga aðra hvora viku, kl. 18:00 - 21:00.
Verð kr. 58.000. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

  Litir og flæði – Vatnslitamálun 1

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir

Galdurinn að mála með vatnslitum. Kafað verður í litafræðina, bæði á efnislegan, táknrænan og persónulegan hátt. Unnið út frá verkefnum og eigin hugmyndum.

Helgarnámskeið 21. og 22. október 2017.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 32.000. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Málverk og sköpun - Blöndun tækni

Leiðbeinandi: Jakob Veigar Sigurðsson.

Á námskeiðinu verða ýmsar aðferðir skoðaðar. Bæði hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir nýttar til að beisla sköpunargleðina, jafnframt því að tengja atriði úr listasögunni því sem unnið er með. Námskeiðið snýst um að hver og einn finni sína eigin leið að málverkinu og öðlist sjálfstraust til að vinna með sínar eigin hugmyndir.

Helgarnámskeið 11. og 12. nóvember 2017.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 32.000. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Masterclass - Olíumálun, tækni og aðferðir

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.

Á námskeiðinu verður farið djúpt í hinar ýmsu tækniaðferðir og efnablöndun í olíumálun fyrri tíma og dagsins í dag og gerðar tilraunir. Lögð áherslu á að kenna rétta efnafræðilega uppbyggingu málverks og gerð eigin lita frá grunni. Námskeið fyrir fólk sem hefur þegar unnið með olíulitum en vill auka við kunnáttu sína og tengja efnisnotkunina betur hugmyndinni sem unnið er út frá hverju sinni.

Helgarnámskeið 2. og 3. desember 2017.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 32.000. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8.


Skráning:

Tekið er á móti skráningum á netfangið listrymi@listasafnarnesinga.is. Takið fram fullt nafn, kennitölu, síma, heimilisfang og hvaða námskeið er óskað eftir að sækja. Þú færð nánari upplýsingar sendar um hæl.

Frekari upplýsingar um námskeiðin veitir verkefnisstjóri í síma 863 5490 eða starfsfólk Listasafns Árnesinga í síma 483 1727.

Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður og við skráningu gildir því að fyrstir koma fyrstir fá.

Flestir fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn til þátttöku í námskeiðum en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi.

pdfHlaða niður bæklingi

Listrými - Haustönn 2017

Listrými - Vorönn 2017

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn