VORÖNN 2017

Anatómía og módel - Teiknun og málun

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.

Undirstöðuatriði í anatómíu, með áherslu á að ná grunnþekkingu í að skilja uppbyggingu líkamans, form, hlutföll og jafnvægi. Teiknað og málað eftir lifandi fyrirmynd.

Helgarnámskeið 13. og 14. janúar 2018.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 42.000. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Kafað í djúpið – Vatnslitamálun 2

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.

Framhaldsnámskeið í vatnslitamálun. Unnið út frá eigin hugmyndum sem verða krufnar og útfærslumöguleikarnir kannaðir og síðan útfærðir. Lögð áhersla á safna í reynslubankann og sprengja upp vanabundnar aðferðir til að ná lengra með tjáningarformið „vatnslitun“.

Helgarnámskeið 10. og 11. febrúar 2018.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 32.000. Grunnefni innifalið
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.

Mótun – Lágmyndagerð

Kennari: Dagný Guðmundsdóttir.

Á námskeiðinu verður kennd mótun lágmynda í leir. Gert verður gipsmót af lágmynd hvers og eins og síðan steypt í gips. Þessi aðferð er grunnaðferð í mótun, bæði fyrir lágmyndir og þrívíð verk.

3. og 4. mars 2018.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 32.000. Grunnefni innifalið
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8.

Litir og form - Olíumálun

Leiðbeinandi: Mýrmann.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á: formfræði, teikningu, litablöndun, litapallettur, myndbyggingu og samsvörun þátta sem gera gott verk.

Helgarnámskeið 14. og 15. apríl 2018.
Laugardag og sunnudag 10:00 - 17:00.
Verð kr. 32 þús. Grunnefni innifalið.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10.


Skráning:

Tekið er á móti skráningum á netfangið listrymi@listasafnarnesinga.is. Takið fram fullt nafn, kennitölu, síma, heimilisfang og hvaða námskeið er óskað eftir að sækja. Þú færð nánari upplýsingar sendar um hæl.

Frekari upplýsingar um námskeiðin veitir verkefnisstjóri í síma 863 5490 eða starfsfólk Listasafns Árnesinga í síma 483 1727.

Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður og við skráningu gildir því að fyrstir koma fyrstir fá.

Flestir fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn til þátttöku í námskeiðum en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi.

pdfHlaða niður bæklingi

Listrými - Haustönn 2017

Listrými - Vorönn 2017

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn