Málþing um Sigurjón Ólafsson

Í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá fæðingu listamannsins Sigurjóns Ólafssonar efnir Listasafn Árnesinga til málþings honum til heiðurs, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14 . 


Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, ræðir um verk eftir Sigurjón í opinberu rými og mun hann sérstaklega fjalla um þau verk sem staðsett eru í Árnessýslu.

Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur, mun ræða um list Sigurjóns í alþjóðlegu samhengi.

Kynnir og stjórnandi er Inga Jónsdóttir safnstjóri og að loknum erindum sitja þau Aðalsteinn, Æsa og Inga  fyrir svörum. Einnig er tækifæri að skoða nokkur verk eftir Sigurjón sem eru til sýnis á sýningunni Picasso á Íslandi.

Sigurjón fæddist á Eyrabakka 21. október 1908 og ólst þar upp, en lést í Reykjvík í desember 1982. Hann nam höggmyndalist í Danmörku og skóp sér langan og farsælan feril sem listamaður. Efniviðurinn var einkum steinn eða tré en einnig hin hefðbundnu myndmótunarefni leir og gifs sem og önnur efni. Eftir sautján ára dvöl í Danmörku við nám og störf, snéri hann heim árið 1945. Verk hans hafa verið á sýningum víða um heim og unnið til mikilsverðra verðlauna.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn