Málþing um Sigurjón Ólafsson

Listasafn Árnesinga og Bókasafnið í Hveragerði
bjóða til jóladagskrár 1. des

Mmm-kvöld; mál, mynd og músík

fyrir skilningarvitinn 1 des

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu líkt og venjulega á fullveldisdaginn föstudaginn 1. desember kl. 20:00.

Brugðið verður á leik með Helgu Jóhannesdóttur í tengslum við bók hennar Litagleði, sem fjallar í máli, myndum og mörgum litum um hið flókna fyrirbæri sem litafræðin er.

Sönghópurinn Lóurnar flytja jólalög, raddað og án undirleiks. Hópurinn er skipaður sex söngkonum af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri sem allar eru menntaðar í tónlist. Ein þeirra er Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og hún hefur útsett lögin.

Í safninu má sjá myndlistarsýningina Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir og höfundar munu lesa úr eftirfarandi nýútkomnum bókum:

  • Tímagarðurinn eftir Guðmund S. Brynjólfsson er saga af leit. Dregin er upp sýn á reynsluheim íslenskra karlmanna og heimsborgarinn og róninn koma líka við sögu.
  • Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur er uppgjör konu á krossgötum. Með eftirsjá hugsar hún um árin sem liðu hjá og tækifærin sem hún greip ekki – en bíða ný tækifæri handan við hornið?
  • Kaldakol eftir Þórarinn Leifsson, dregur upp fjarstæðukennda atburðarás sem við nánari athugun á sér þó ýmsar samsvaranir við samtímann. Fjárfestingarfélagið Kaldakol undirbýr stærstu Íslandskynningu sína þegar jarðhræringar verða og almannavarnir undirbúa rýmingu landsins.
  • Walden eða Lífið í skóginum eftir H.D. Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur með formála eftir Gyrði Elíasson hefur veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda allt frá því bókin kom fyrst út árið 1854.
  • Minningar Helga Tómassonar ballettdansara, sem rituð er af Þorvaldi Kristinssyni, er heillandi saga um sársauka og gleði, fórnir og sigra manns sem náð hefur lengra í list sinni en flestir aðrir Íslendingar.

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands, aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Þetta kvöld gefst því gott tækifæri til þess að næra öll skilningarvitin og njóta fjölbreyttrar dagskrár – allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn