Málstofa um Hveragerði

Málstofa um Hveragerði á dögum „listamannanýlendunnar” verður í Lisasafni Árnesinga miðvikudaginn 24. september kl 20.


 

Hörður Friðþjófsson mun spila á gítar lög eftir Hveragerðistónskáld, einkum Ingunni Bjarnadóttur.

Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, mun fjalla um forsöguna, hús og fólk. 

Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, talar um hverahitann og upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Hann fjallar um hvernig jarðhitinn varð til þess að í Hveragerði myndaðist þéttbýli, og sérstöðu þess í íslenskri byggða- og atvinnusögu. Stærstan hlut þeirrar sögu skipar Mjólkurbú Ölfusinga sem stofnað var 1928 og nýtti jarðhita í sinni starfsemi. 

Svanur Jóhannesson segir frá mannlífinu á árunum frá 1940 - 1947, en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum.

Að endingu mun Kristín B. Jóhannesdóttir lesa upp kvæði eftir séra Helga Sveinsson. Kristín á áttræðisafmæli um þessar mundir og hefur verið áberandi í menningarlífi bæjarins. Hún var ein af stofnendum Leikfélags Hveragerðis og Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna. 

Þetta er samstarfsverkefni Listasafnsins og menningarmálanefnd Hveragerðis.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Allir eru velkomnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn