Halldór Einarsson

Halldór Einarsson frá Brandshúsum í Flóa fæddist árið 1893 og lést í Reykjavík árið 1977. Hann nam teikningu og tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera í Reykjavík en fluttist til Vesturheims árið 1922 og starfaði lengst af við tréskurð í húsgagnaverksmiðju í Chicago. Ytra lærði hann líka að höggva í marmara og stein og sinnti alla tíð myndskurði í frístundum.

Árið 1969 tilkynnti Halldór Einarsson að hann hefði ákveðið að gefa fæðingarhéraði sínu, Árnessýslu, tréskurðarsafn sitt, höggmyndir og teikningar ásamt peningagjöf, tíu þúsund dollara. Það var hvati þess að byggt var listasafnshús á Selfossi, þar sem tveimur stofngjöfum var komið fyrir í sitt hvorum sýningarsalnum, listaverkasafni Bjarnveigar Bjarnadóttur sem hún gaf á árunum 1963-1989 og safni Halldórs. Húsið var vígt árið 1974 og hýsti Listasafn Árnesinga allt til ársins 2001, er það var flutt til Hveragerðis. Þannig lagði Halldór Einarsson grunn að sögu Listasafns Árnesinga.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn