menningarganga

Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga efna til menningargöngu um Hveragerði undir yfirskriftinni KONUR og ANDINN

Sunnudaginn 16. ágúst kl. 14:00

Lagt verður af stað kl. 14 frá Bókasafninu sem er staðsett í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Göngunni lýkur í Listasafni Árnesinga með spjalli um yfirstandandi sýningu ANDANS KONUR, Gerður Helgadóttir, Nína Tryggvadóttir, París – Skálholt. Nánari upplýsingar um sýninguna hér

Á leiðinni munu einstaklingar sem tengjast fjórum skapandi konum, sem bjuggu í Hveragerði á árum áður, segja frá þeim og verkum þeirra. Konurnar eru Valdís Halldórsdóttir (1908-2002) rithöfundur og ritstjóri ásamt því að vera einnig kennari og húsmóðir, Ingunn Bjarnadóttir (1905-1972) tónskáld meðfram sínum húsmóðurstörfum, Árný Filippusdóttir (1894-1977 ) hannyrðakona og rekstrarstýra kvennaskóla í Hveragerði og Ásdís Jóhannsdóttir (1933-1959) ljóðskáld, sem skrifaði auk þess dagbók með skemmtilegm vangaveltum.

Hlíf Arndal og Inga Jónsdóttir munu leiða gönguna og sýningarspjallið. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn