Námskeið

Flugdrekagerð – námskeið fyrir 10-13 ára

20.- 21. júní kl. 11:00 – 15:00

Flugdrekagerð - námskeið

Arite FrickeTilgangur námskeiðsins er að kynna fjölbreytta þætti flugdrekagerðar og að flétta saman sköpun og leik. Flugdrekagerð er tilvalinn til að efla leikgleði og þar með vellíðan og sjálfstraust þátttakenda. Áhersla er lagt á notkun efnis og verkfæra sem eru til á flestum heimilum auk þess að þátttakendur fá aðgang að leiðbeiningum sem gerir þeim kleift að halda áfram flugdrekasmíði. Leiðbeinandi er Arite Fricke, grafískur hönnuður og flugdrekasérfræðingur, en hún hefur lengi verið með dellu fyrir flugdrekum. Á milli þess sem Arite hannar og kennir ungum og öldnum að búa til flugdreka þá hefur hún rannsakað sögu þeirra og lögmál.

Á bæjarhátíðinni Blóm í bæ um jónsmessuhelgina verður dagskrárliður þar sem afrakstur námskeiðsins, flugdrekarnir verða settir á loft.

flugdreki Arite

Aldur: 10-13 ára, hámarksfjöldi 12
Verð: 5.000.- allt efni innifalið en börnin verða að koma með nesti.
Skráning: á netfangið myndin@listasafnarnesinga.is
eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18

Listasmiðja - myndlist fyrir 8 - 12 ára í safninu

listasmidja aug2015Líkt og nokkur undanfarin ár kemur Margrét Zópóníasdóttir myndlistarmaður og myndmenntakennari til þess að leiðbeina börnum í listasmiðju í safninu. Hún hefur náð góðum árangri og börnin hafa notið þess að vinna verkefnin. Margrét lætur þau vinna út frá verkum á sýningu safnsins en einnig með önnur viðfangsefni. Markmið listasmiðjunnar er að þjálfa börnin í því að teikna og mála, skerpa eftirtekt og skoða form og litasamsetningar þeim til fróðleiks og skemmtunar. Ath. að börnin séu í fatnaði við hæfi eða komi með vinnuföt.

Verkin voru sett upp á sýningu í vinnustofunni sem var opin yfir bæjarhátíðina Blómstrandi bær, dagana 14.-16. ágúst. Skoða 

Kennari: Margrét Zópóníasdóttir, myndlistarmaður og myndmenntakennari
Tími: 4.-7. ágúst kl. 13-15:30
Aldur: 8 – 11 ára.
Verð: 5.000 allt efni innifalið

Skráning: Í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins alla daga 12-18
eða í netfangið myndin@listasafnarnesinga.is

i listasmidju

Verkin voru sett upp á sýningu í vinnustofunni sem opin var yfir bæjarhátíðina Blómstrandi bær, dagana 14.-16. ágúst.

Verkin voru sett upp á sýningu í vinnustofunni sem opin var yfir bæjarhátíðina Blómstrandi bær, dagana 14.-16. ágúst.

Verkin voru sett upp á sýningu í vinnustofunni sem opin var yfir bæjarhátíðina Blómstrandi bær, dagana 14.-16. ágúst.

margret

Möguleikar á safni - skapandi listasmiðja fyrir 8 - 12 ára

teiknun, málun, eftirtekt, form og litasamsetningar, fróðleikur og góð samvera

28. - 30. júlí kl. 13:00 - 15:30

Verð: 5.000 allt efni innifalið - hámarks þátttökufjöldi: 10 börn

Margrét Zóphóníasardóttir, myndlistarmaður og myndmenntakennari

Skráning:

í síma 483 1727 eða á netfangið myndin@listasafnarnesinga.is

Afraksturinn verður til sýnis í vinnustofunni yfir hátíðina Blómstrandi dagar

Ungmenni í listasmiðju með Davíð Erni Halldórssyni

Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður átti verk á sýningunni ALMYNSTUR. Hann hefur nokkra reynslu af því að vinna með ungu fólki bæði í Myndlistaskóla Reykjavíkur og hjá fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur. Vinna hans þar hefur skilað góðum árangri og ánægju svo Listasafn Árnesinga fékk hann til þess að vera með tvær listasmiðjur í safninu fyrir ungt fólk. 

Listasmiðjai_listasmidju_med_David_Erni

 

Listasmiðjur með Baniprosonno fyrir börn 8 - 12 ára

Fjórar listasmiðjur með Baniprosonno voru haldnar hér í safninu í nóvember s.l.

Listasmiðjur fyrir fullorðna

Einnig var boðið upp á námskeið fyrir fullorðna 22. nóvember s.l.  og var það einkum ætlað leik- og grunnskólakennurum.

Hérna eru nokkrar myndir af námskeiðunum.

Baniprosonno Putul
Fjör í listasmiðju Fjör í listasmiðju
Grind furðudýrs verður til. Furðudýr að fæðast
Tröllastóll Hamingju hattar 
Furðudýr og skapendur Fílaleiðangur
Fílaleiðangur Fílar búnir til
Fílar og froskar Þátttakendur

Yasmine Olsson indversk matargerðarlist

Föstudaginn 4. nóvember kl. 18 - 22

Skemmtilegt matreiðslunámskeið með Yasmine Olsson þar sem hún mun af sinni alþekktu snilld sýna galdurinn við að reiða fram einstaklega bragðgóða indverska rétti. Farið verður í gegnum helstu kryddin í indverskri matargerð og notkun þeirra, ásamt grunnmatreiðsluaðferðum. Yesmine fer einnig yfir það hvernig hægt er að einfalda uppskriftir og jafnvel gera þær enn hollari án þess að það bitni á bragðinu. Á námskeiðinu verða eldaðir nokkrir réttir sem þátttakendum gefst kostur á að smakka. Námskeiðið er byggt upp á uppskriftum úr metsölu- og verðlaunabókum Yesmine Olsson, Framandi og Freistandi. Námskeiðið stendur yfir í rúmar 4 klukkustundir og námskeiðsgjald aðeins kr 5000.

Skráning á netfangið jmh@hveragerdi.is fyrir 1. nóvember því námskeiðið er háð því að nægur fjöldi þáttakenda náist.  

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin
Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 12. des 2016 - 12. jan 2017

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn