Námskeið

Fyrirlestur um hönnun - Elísabet V. Ingvarsdóttir

Í fyrirlestrinum mun Elísabet fjalla um íslenska hönnun og íslenska ímynd og tengja við hina sterku hönnunarímynd Dana sem meðal annars má sjá á yfirstandandi sýningu.

Elísabet V. Ingvarsdóttir
lauk mastersprófi í hönnunarsögu (Design History) frá Kingston University, London 2006. Ritgerðin fjallaði um þjóðarímynd í íslenskri hönnun með áherslu á húsgögn og innréttingar. Elísabet hefur BA próf sem innanhússarkitekt og starfaði við það í fjölmörg ár auk þess að afla sér réttinda til kennslu sem hefur verið hennar aðalstarf undanfarin ár. Elísabet var annar stjórnanda Hönnunarbrautar Iðnskólans í Reykjavík (nú Tækniskólinn) í um átta ár og starfar þar enn sem kennari auk stundakennslu við LHÍ og sinnir einnig ýmsum sértækum skrifum og verkefnum tengdum hönnun. Elísabet er hönnunargagnrýnandi Morgunblaðsins og pistilhöfundur um hönnun.

Please install Flash and turn on Javascript.

Listasmiðjur barna - Baniprosonno

Listasmiðjur barna - BaniprosonnoIndverski myndlistarmaðurinn Bonoprosonno verður aftur með listasmiðjur fyrir börn í Listasafni Árnesinga nú í byrjun apríl. Fjölmörg börn kannast við hans fjörugu listasmiðjur frá árinu 2007 þegar hann heimsótti Hveragerði. Baniprosonno er þekktur myndlistarmaður í sínu heimalandi og í Evrópu, en að auki er hann einnig kunnur fyrir listasmiðjur sínar sem hann hefur þróað og heldur fyrir börn víðs vegar um heiminn á ferðalögum sínum. Hann mun bjóða upp á fjórar slíkar í Listasafni Árnesinga nú.

Tvær þeirra eru ætlaðar börnum á aldrinum 8–12 ára. Annars vegar Froskar á Íslandi sem er skemmtilegt pappírsklipp og hins vegar Umbreyting hluta þar sem úreldir hlutir ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrir börn á aldrinum 10-12 ára er í boði námskeið sem heitir Skordýraljós. Þar vinna börnin með pappírsklipp og útbúa lampa. Yngstu börnin fá síðan að vinna renning með Baniprosonno þar sem hann teiknar en þau mála með vatnslitum. Putul, eiginkona Baniprosonno aðstoðar manninn sinn klædd sínu hefðbunda indverska sari og fjörug indversk tónlist mun hljóma.

Þátttökugjald hvers barns fyrir hverja listasmiðju er kr. 1.000.- og er allt efni innifalið, en börnin mega gjarnan koma með gamla aflagða hluti s.s. skó, búsáhöld, lítil húsgögn eða annað smálegt á námskeiðið Umbreyting hluta. Skráning á námskeiðin er á opnunartíma Listasafns Árnesinga fimmtudaga til sunnudaga kl. 12–18 í síma 483 1727 eða á netfang safnsins listasafn@listasafnarnesinga.is

Sérstakt námskeið sem einkum er ætlað leik- og grunnskólakennurum verður einnig haldið þar sem Baniprosonno mun kenna hvernig hann klippir og brýtur pappír svo úr verður hin ýmsu dýr. Það námskeið verður í Listasafni Árnesinga mánudaginn 20. apríl kl. 19-21 og kostar kr. 3.900. Tilkynna skal þátttöku til Fræðslunets Suðurlands.

Sýningarspjall á sunnudegi

Sunnudaginn 22. mars kl. 15 ræðir Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður við gesti um verk sín en einnig um dönsku verkin á sýningunni.  

SKART OG SKIPULAG

Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
Hveragerði - nýr miðbær

Á sýningunni er sjóninni beint að fjölbreytileika hönnunar. Til sýnis eru sannkölluð meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, sem fengin eru að láni frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, ásamt skartgripum eftir hina margverðlaunuðu Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur. Að auki eru tillögur í arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði til sýnis. Sýningarstjórar eru Inga Jónsdóttir og Charlotte Malte.

Þetta er áhugaverð og óvenjuleg sýning því sjaldan gefst tækifæri til að sjá jafn mikið úrval ólíkra skargripa og kynnast þeirri merku sögu sem einkennt hefur danska skartgripahönnun í hálfa öld og sjá þá fersku strauma sem hönnun Guðbjargar ber með sér.

Guðbjörg fæddist árið 1969 á Ísafirði. Hún lærði gullsmíði hjá Önnu Maríu Sveinsbjörnsdóttur og lauk sveinsprófi frá Tækniskóla Kaupmannahafnar árið 1993. Hún tók meistarapróf í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1994 og fór að því loknu aftur til Kaupmannahafnar í nám í skartgripahönnun við Institut for Ædelmetal. Guðbjörg rak skartgripaverkstæðið Au-Art í Kaupmannahöfn í samvinnu við aðra frá 1996 til 1999. Þá flutti hún til Íslands og stofnaði vinnustofuna og verslunina Aurum í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum hönnunarsýningum.

Guðbjörg hlaut fyrstu verðlaun „Spirit of the North” í Pétursborg árið 2000, Menningarverðlaun DV í Reykjavík árið 2002 og íslensku sjónlistaverðlaunin fyrir hönnun árið 2008.

Blústónleikar með Kristjönu Stefánsdóttur

Kristjana StefánsdóttirKristjana Stefánsdóttir söngkona mun leika á tónleikum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þriðjudagskvöldið 7.apríl kl. 20:30

Hún mun flytja efni af plötu sinni Better Days Blues sem kom út fyrir áramót og hlaut frábærar viðtökur og dóma. Better Days Blues er 5. sólóplata Kristjönu en tvær af plötum hennar hafa jafnframt komið út hjá erlendum útgáfum í Japan og S-Kóreu. Dimma gefur plötuna út.

Með Kristjönu leika þeir Agnar Már Magnússon á pianó og hammondorgel, Ómar Guðjónsson á gítar, Scott McLemore á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa.

Þessir tónleikar eru hluti af Suðurlands tónleikaferð hennar sem hófst fyrir áramót og er styrkt af Menningarsjóði Suðurlands. Aðgangseyrir er kr. 1.500.-

Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga efna til menningargöngu um Hveragerði undir yfirskriftinni KONUR og ANDINN

Sunnudaginn 16. ágúst kl. 14:00

Lagt verður af stað kl. 14 frá Bókasafninu sem er staðsett í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Göngunni lýkur í Listasafni Árnesinga með spjalli um yfirstandandi sýningu ANDANS KONUR, Gerður Helgadóttir, Nína Tryggvadóttir, París – Skálholt. Nánari upplýsingar um sýninguna hér

Á leiðinni munu einstaklingar sem tengjast fjórum skapandi konum, sem bjuggu í Hveragerði á árum áður, segja frá þeim og verkum þeirra. Konurnar eru Valdís Halldórsdóttir (1908-2002) rithöfundur og ritstjóri ásamt því að vera einnig kennari og húsmóðir, Ingunn Bjarnadóttir (1905-1972) tónskáld meðfram sínum húsmóðurstörfum, Árný Filippusdóttir (1894-1977 ) hannyrðakona og rekstrarstýra kvennaskóla í Hveragerði og Ásdís Jóhannsdóttir (1933-1959) ljóðskáld, sem skrifaði auk þess dagbók með skemmtilegm vangaveltum.

Hlíf Arndal og Inga Jónsdóttir munu leiða gönguna og sýningarspjallið. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn