Námskeið

Please install Flash and turn on Javascript.

Listasmiðjur barna - Baniprosonno

Listasmiðjur barna - BaniprosonnoIndverski myndlistarmaðurinn Bonoprosonno verður aftur með listasmiðjur fyrir börn í Listasafni Árnesinga nú í byrjun apríl. Fjölmörg börn kannast við hans fjörugu listasmiðjur frá árinu 2007 þegar hann heimsótti Hveragerði. Baniprosonno er þekktur myndlistarmaður í sínu heimalandi og í Evrópu, en að auki er hann einnig kunnur fyrir listasmiðjur sínar sem hann hefur þróað og heldur fyrir börn víðs vegar um heiminn á ferðalögum sínum. Hann mun bjóða upp á fjórar slíkar í Listasafni Árnesinga nú.

Tvær þeirra eru ætlaðar börnum á aldrinum 8–12 ára. Annars vegar Froskar á Íslandi sem er skemmtilegt pappírsklipp og hins vegar Umbreyting hluta þar sem úreldir hlutir ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrir börn á aldrinum 10-12 ára er í boði námskeið sem heitir Skordýraljós. Þar vinna börnin með pappírsklipp og útbúa lampa. Yngstu börnin fá síðan að vinna renning með Baniprosonno þar sem hann teiknar en þau mála með vatnslitum. Putul, eiginkona Baniprosonno aðstoðar manninn sinn klædd sínu hefðbunda indverska sari og fjörug indversk tónlist mun hljóma.

Þátttökugjald hvers barns fyrir hverja listasmiðju er kr. 1.000.- og er allt efni innifalið, en börnin mega gjarnan koma með gamla aflagða hluti s.s. skó, búsáhöld, lítil húsgögn eða annað smálegt á námskeiðið Umbreyting hluta. Skráning á námskeiðin er á opnunartíma Listasafns Árnesinga fimmtudaga til sunnudaga kl. 12–18 í síma 483 1727 eða á netfang safnsins listasafn@listasafnarnesinga.is

Sérstakt námskeið sem einkum er ætlað leik- og grunnskólakennurum verður einnig haldið þar sem Baniprosonno mun kenna hvernig hann klippir og brýtur pappír svo úr verður hin ýmsu dýr. Það námskeið verður í Listasafni Árnesinga mánudaginn 20. apríl kl. 19-21 og kostar kr. 3.900. Tilkynna skal þátttöku til Fræðslunets Suðurlands.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn