Námskeið

Sýningarspjall á sunnudegi

Sunnudaginn 22. mars kl. 15 ræðir Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður við gesti um verk sín en einnig um dönsku verkin á sýningunni.  

SKART OG SKIPULAG

Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
Hveragerði - nýr miðbær

Á sýningunni er sjóninni beint að fjölbreytileika hönnunar. Til sýnis eru sannkölluð meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, sem fengin eru að láni frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, ásamt skartgripum eftir hina margverðlaunuðu Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur. Að auki eru tillögur í arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði til sýnis. Sýningarstjórar eru Inga Jónsdóttir og Charlotte Malte.

Þetta er áhugaverð og óvenjuleg sýning því sjaldan gefst tækifæri til að sjá jafn mikið úrval ólíkra skargripa og kynnast þeirri merku sögu sem einkennt hefur danska skartgripahönnun í hálfa öld og sjá þá fersku strauma sem hönnun Guðbjargar ber með sér.

Guðbjörg fæddist árið 1969 á Ísafirði. Hún lærði gullsmíði hjá Önnu Maríu Sveinsbjörnsdóttur og lauk sveinsprófi frá Tækniskóla Kaupmannahafnar árið 1993. Hún tók meistarapróf í gullsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1994 og fór að því loknu aftur til Kaupmannahafnar í nám í skartgripahönnun við Institut for Ædelmetal. Guðbjörg rak skartgripaverkstæðið Au-Art í Kaupmannahöfn í samvinnu við aðra frá 1996 til 1999. Þá flutti hún til Íslands og stofnaði vinnustofuna og verslunina Aurum í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum hönnunarsýningum.

Guðbjörg hlaut fyrstu verðlaun „Spirit of the North” í Pétursborg árið 2000, Menningarverðlaun DV í Reykjavík árið 2002 og íslensku sjónlistaverðlaunin fyrir hönnun árið 2008.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn