Picasso á Íslandi

Sunnudagur 30. nóvember kl. 15:00 - Sýningarspjall á sunnudegi


Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður og sýningarstjóri sýningarinnar PICASSO Á ÍSLANDI ræðir við gesti um sýninguna og skapar umræður meðal þeirra um verkin og markmið sýningarinnar.

Picasso á Íslandi


Picasso á Íslandier heiti núverandi sýningar í Listasafni Árnesinga. Picasso er „sá meistari nútímans sem sameinar meira af allri heimslistini samanlagðri en nokkur annar snillingur sem uppi hefur verið, án þess að vera þó annað en Picasso”. Svo ritaði Halldór Kiljan Laxness árið 1943. Á sýningunni í Listasafni Árnesinga má skoða bein og óbein áhrif spænska myndlistarmannsins Picasso í íslenskri myndlist samkvæmt tillögum sýningarstjórans Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns. Til sýnins eru verk frá fyrri hluta síðustu aldar til samtímans, eftir Picasso og 26 íslenska myndlistarmenn.

Spænski listamaðurinn Pablo Picasso hafði gríðarleg áhrif á þróun nútímalistar og skynjun nútímamannsins á list, en vandfundið er það mannsbarn á vesturlöndum sem ekki þekkir nafn hans. Íslensku listaverkin á sýningunni spanna tæpa öld, enda gætir áhrifa Picasso víða.  Elsta verkið á sýningunni er eftir Jón Stefánsson, sem líklegast er frá öðrum áratug síðustu aldar, en yngsta verkið er eftir Valgerði Guðlaugsdóttur. 

„Ég hef ekki áhuga á að draga fram það sem er endilega líkast Picasso sjónrænt og alls ekki stælingar sem ég þekki þó nokkrar, heldur áhugaverð myndverk sem kallast á við þennan meistara tuttugustu aldar, eins og hann er oft kallaður á jákvæðan hátt.“  Segir sýningarstjórinn og listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson. „Ég gef mér líka þann möguleika að horfa á fagurfræðilega og ljóðræna samsvörun, sem hugsanlega getur verið á skjön við hugmyndir listfræðinga, með það fyrir augum að opna mögulega glugga fyrir annað útsýni." Picasso var afar fjölhæfur og nýtti ótrúlegustu hluti í list sinni, hvort sem það var sem málari eða skúlptúristi. „Þannig eru áhrifin margbrotin og leiðin ekki alltaf bein, heldur flókin víxlverkun eins og jafnan í myndlist og auðvelt að fabúlera með það í allar áttir”.

Fyrir utan verk Pablo Picasso  (1881-1973), eiga eftirtaldir íslenskir listamenn verk á sýningunni:

Ásmundur Sveinsson  1893-1982 Jóhannes S. Kjarval  1885-1972
Bragi Ásgeirsson  1931 Jón Engilberts  1908-1972
Einar G. Baldvinsson  1919–2004 Jón Stefánsson  1881-1962
Erró  1932 Karl Kvaran  1924-1989
Finnur Jónsson  1892-1993 Kjartan Guðjónsson 1921-   
Gerður Helgadóttir  1928-1975 Kristján Davíðsson  1917-
Guðjón Ketilsson  1956- Louisa Matthíasdóttir  1917-2000
Gunnar Gunnarsson  1914-1977 Nína Tryggvadóttir  1913-1968
Gunnlaugur Ó. Scheving  1904-1972 Sigurjón Ólafsson  1908-1982
Hallsteinn Sigurðsson  1944- Snorri Arinbjarnar  1901-1958
Helgi Þorgils Friðjónsson  1953- Vilhjálmur Bergsson 1937
Hörður Ágústsson  1922-2005 Valgerður Guðlaugsdóttir  1970-
Jóhannes Jóhannesson  1921-1998 Þorvaldur Skúlason  1906-1984


Um sýningarstjórann
Helgi Þorgils Friðjónsson er með þekktustu myndlistarmönnum Íslands, en hann nam list sína bæði hér heima og í Hollandi. Þá hefur hann haldið ótal einkasýningar um allan heim, til að mynda í Mexíkó, Ítalíu, Spáni, Hollandi og Bandaríkjunum.  Eftir að hann sneri heim úr námi hefur Helgi starfað bæði sem myndlistarmaður og sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar Listaháskóla Íslands. Þá hefur hann verið gestakennari og fyrirlesari í Evrópu og Bandaríkjunum. Frá árinu 1980 hefur Helgi rekið sýningarrýmið Ganginn.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn