Safnahelgi á Suðurlandi

Safnahelgi á Suðurlandi 6. - 9. nóv.

Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 5. – 8. nóvember 2009. Yfirskrift dagskrárinnar verður Safnahelgi á Suðurlandi með undirtitilinum Matur og menning úr héraði því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerðarlist í héraðinu. Það eru Samtök safna á Suðurlandi og Matarkista Suðurlands sem standa að dagskránni með hátt í eitt hundrað aðilum. Verkefnið nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurlands. Hugmyndin að baki Safnahelgi á Suðurlandi er að þjappa þeim fjölmörgu aðilum sem vinna við sunnlenska menningu saman um eina sameiginlega viðburðahelgi og bjóða íbúum héraðsins og gestum að njóta þess fjölbreytta menningarstarfs sem er í boði. Á veitingastöðum verður boðið upp á það besta í sunnlenskri matarhefð. Boðið er upp á dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags, en staðirnir eru þó með mismunandi opnunartíma. Safnahelgin verður formlega opnuð í tengslum við málþing sem haldið verður í tilefni 60 ára afmælis Byggðasafnsins í Skógum fimmtudaginn 5. nóvember. www.sofnasudurlandi.is

Dagskráin í Listasafni Árnesinga

Föstudagur 6. nóv. til sunnudags 8. nóv.
Kl. 12:00-18:00 ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR og EINU SINNI ER
Tvær sýningar sem kallast á þar sem handverk er í öndvegi, annars vegar í listum og hins vegar í hönnun nytjahluta, en umræður um mörk lista og hönnunar hafa lengi verið ofarlega á baugi.
Nánar um ÞRÆDDA ÞRÆÐI - hér
Nánar um EINU SINNI ER - hér

Þráður eða lína - listasmiðja í teiknun

Laugard.  8. nóv. kl. 15
Hvað er líkt með þráð og línu? Gestum boðið að æfa sig í teiknun - tilvalið fyrir fjölskylduna til að hafa gaman af. Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður með meiru leiðbeinir gestum. Efni á staðnum endurgjaldslaust til afnota.

Sýningarspjall á sunnudegi

Sunnud. 9. nóv. kl. 15
Inga Jónsdóttir safnstjóri ræðir við gesti um sýningarnar og skapar umræður um verkin og markmið sýninganna.

Græna Íslandskortið, Ísland og heimurinn í grænu ljósi

Laug. og  sunnud. 8. og 9. nóv. kl. 14-15
Kynnt verður vefútgáfa „Græna Íslandskortsins" en jafnframt verða til sýnis græn kort sem þróuð hafa verið víða um heim. Tilgangur grænkortagerðar er að gera vistvæna kosti á sviði menningar, ferðaþjónustu og viðskipta um allan heim sýnilegri og aðgengilegri. Grænt Íslandskort/Green Map Iceland er samvinnuverkefni Náttúran.is, fyrirtækis sem starfrækt er í Hveragerði, Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands og alþjóðlega verkefnisins Green Map System. Frekari upplýsingar á www.natturan.is

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn