Safnahelgi á Suðurlandi

LOKADAGUR og listasmiðja

18 la sidasta syningarhelgi a4Komið er að lokadögum sýningarinnar Halldór Einarsson í ljósi samtímans, þar sem verk Halldórs, sem fæddur er 1893, kallast á við verk Önnu Hallin, Birgis Snæbjörns Birgissonar, Guðjóns Ketilssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur sem fædd eru 60-70 árum síðar. Í verkum sínum fást listamennirnir við ýmsar hugmyndir og miðla þeim í margvísleg efni, en fyrirferðamestur er þó viðurinn og handverkið sýnilegt. Við nánari skoðun vekja mörg verkanna áhugaverðar og einnig áleitnar spurningar um vald, náttúru, túlkun, tákn og erindi myndlistar í hvers samtíma. Í nýlegri umfjöllun um sýninguna í Morgunblaðinu þann 6. desember gefur rýnir henni 4 stjörnur og lýkur umfjölluninni með orðunum „... vönduð og áhugaverð sýning, þar sem ný og nýleg verk samtímalistamanna varpa ferskri sýn á eldri verk Halldórs“. Síðustu sýningardagarnir eru 13.-16. desember.

Þá lýkur líka sýningu á verkum barna sem unnin voru í tengslum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Báðar sýningarnar voru styrktar af Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Listasmiðja – sú síðasta á árinu

SnjókornasmiðjaÁ síðasta opnunardag ársings sunnudaginn 6. desemberkl. 14:00 og 16:00 fer síðasta listasmiðja þessa árs fram. Þá gefst börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að heimsækja safnið og eiga góða stund saman við samræður og sköpun. Viðfangsefnið verður einkum snjókorn í pappírsklipp að hætti smiðjustjórans Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur sem er þekkt fyrir skemmtilegar pappírs úrvinnslur. Jólagluggi Hveragerðis fyrir 16. desember stendur við Listasafn Árnesinga og tákn hans er sjálfur rauði liturinn, litur sem tengist sterkt jólum, sem og ást og hlýju. Auk þess að vinna snjókorn fyrir sjálfa sig verður börnum og fjölskyldum þeirra líka boðið að vinna gluggaskraut í safnið sem snjókorn eða eitthvað sem klippt er úr rauðum pappír. Allt efni og leiðsögn er á staðnum og þátttaka er ókeypis.

Listasmiðjurnar hafa notið stuðnings Uppbyggingasjóðs Suðurlands og eru komnar til þess að vera og fyrsta smiðjan á nýju ári verður haldin 27. janúar og þar á eftir síðasta sunnudag hvers mánaðar.

HUGLÆG RÝMI
Ólafur Sveinn Gíslason

Ólafur Sveinn Gíslason12. janúar - 31. mars 2019
Huglæg rými er innsetning eftir Ólaf Svein Gíslason og samanstendur af kvikmynd sem varpað er á sex fleti sýningarrýmisins, vatnslitaverkum, litlum, misstórum skúlptúrum og milliveggjum sem á áhugaverðan hátt mynda eitt verk sem Ólafur sviðsetur í þrjá meginsali safnsins sem og í anddyrið.

Uppspretta verksins Huglæg rými eru samræður Ólafs og nágranna hans í Flóanum, Sigurðar Guðmundssonar á Sviðugörðum ̶ kynni Ólafs af því hvernig hann er samvaxinn sögu staðarins og tengsl hans við mótun býlisins, húsin, skepnur og jörðina. Handrit kvikmyndarinnar byggir Ólafur á viðtölum við Sigurð, en hann lætur fimm einstaklinga segja frá sem Sigurður. Þeir eru auk Sigurðar sjálfs, einn lærður leikari, Þór Tulinius, og þrír sveitungar, ungur piltur, ungur maður og kona, sem eru Ágúst Þorsteinsson, Guðjón Helgi Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir.

Í grein Margrétar Elísabetar Ólafsdóttir í sýningarskrá sýningarinnar Huglæg rými segir í upphafi og niðurlagi: „Verk Ólafs vekja upp spurningar um rými listarinnar og listaverksins, og þátt listamanns og annarra í sköpun þessa rýmis. ... Huglæg rými dregur allt í senn upp mynd af sögu einstaklings og sögu samfélags, sem jafnframt er saga af tíma, tímabilum og stað.“

Ólafur hefur unnið að sýningarverkefninu Huglæg rými um nokkurra ára skeið og líkt og fyrri verk hans er það samfélagstengt. Verkið var fyrst kynnt á OPNUN sem var sýning í Gallerý Kling & Bang þegar Marshall húsið var formlega opnað 2017 en undanfari sýningarinnar var sjónvarpsþáttaröð á RÚV sem helguð var íslenskri samtímalist þar sem gefin var innsýn í list, sýn og hugmyndafræði 12 myndlistarmanna og var Ólafur valinn í þann hóp. Höfundar og sýningarstjórar þeirrar sýningar voru Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson. Dorothée ritar einnig í sýningarskrána sem gefin er út í tengslum við sýninguna í Listasafni Árnesinga.

Huglæg rými hefur notið styrkja úr Myndlistarsjóði, Myndstefi og Uppbyggingasjóði Suðurlands. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir. Sýningin mun standa til og með 31. mars 2019.

100 ára fullveldi í huga barna

Þann 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, var sýningin á verkum nemenda úr Grunnskólanum í Hveragerði opnuð. Hluti sýningarinnar er á Bókasafninu og hluti í Listasafni Árnesinga.

Hátíðardaginn 1. desember var Menningardagskrá barna í boði, hún var afrakstur samvinnuverkefnis Bókasafnsins í Hveragerði, Listasafns Árnesinga og Grunnskólans í Hveragerði með aðkomu Tónlistarskóla Árnesinga. Tilefnið er aldarafmæli sjálfstæðis- og fullveldis Íslands.

Veittar voru viðurkenningar sem tvær faglegar dómnefndir unnu eftir yfirferð verkanna. Dómnefnd myndverka skipuðu Hrönn Traustadóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Ragnar Kristján Gestsson. Dómnefnd ritverka skipuðu Edda Hrund Svanhildardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og Jón Özur Snorrason.

Með styrk frá: Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands og Uppbyggingarsjóður Suðurlands.

Þið getið skoðað fleiri myndir á Instagram síðu Listasafnsins @listasafnarnesinga

Listamannsspjall með Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og leiðsögn með Hrönn og Kristínu

Rósa SigrúnSunnudaginn 11. nóvember kl. 14:00 mun listamaðurinn Rósa Sigrún Jónsdóttir spjalla við gesti um verk sín á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans. Verk Rósu bera öll yfirheitið Grös og samastanda ýmist af þrívíðri heklaðri og málaðri blómabreiðu eða teikningum og útsaumi. Grös kallast á við það tímabil í lífshlaupi Halldórs Einarssonar þegar hann settist að í skógi í útjaðri Chicago og sagist þar hafa kynnst „ákjósanlegri lífverum en mannfólkinu; blómum og trjám ...“ Auk þess að bjóða upp á samtal við Rósu Sigrúnu munu fræðslufulltrúar safnsins, Hrönn Traustadóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir ganga um sýninguna, segja frá og svara spurningum gesta.

Rósa Sigrún vinnur aðallega með textíl, allt frá stórum þrívíðum innsetningum í lítil, tvívið verk. Sem fjallaleiðsögumaður fangar hún áhrif frá íslenskri náttúru sem hún vinnur með í verkum sínum. Verk eftir hana er að finna í opinberu rými á Íslandi og í Finnlandi og hún hefur hlotið innlendar og erlendar viðurkenningar, nú síðast Premio Ora Art Price. Á sunnudaginn gefst tækifæri til þess að ræða við Rósu, spyrja og ræða ólíkar aðferðir listsköpunar og uppsprettu hugmynda.

Listamannaspjall með Önnu Hallin og Guðjóni Ketissyni

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00 munu listamennirnir Anna Hallin og Guðjón Ketilsson spjalla við gesti um verk sín á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, en verk þeirra eru ólík innbyrðis þó handverkið sameini þau og á mismunandi hátt kallast þau á við verk Halldórs.

Aðalefniviður Guðjóns hefur löngum verið tré eins og hjá Halldóri og verk Guðjóns sem bera heitið Verkfæri eru líka eins konar minni handverksins. Í nafnlausu verki eftir Guðjón hefur hann líka umbreytt gömlu húsgangi í skúlptúr og kallast það þar með á við það tímabil í ferli Halldórs er hann vann við tréskurð í húsgagnaverksmiðju í Chicago.

Verk Önnu bera heitin Valdakonur, Listamenn og Skriffinnar og eiga það sameiginlegt að vera portret af mismunandi gerð. Þau kallast á við portret Halldórs, en að auki eiga þau Halldór það sameiginlegt að vera fædd og uppalin í öðru landi en þau settust að til starfa.

Guðjón vinnur að mestu við gerð teikninga og skúlptúra. Í verkum hans er mannslíkaminn í forgrunni, nærvera hans eða fjarvera. Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn til þátttöku í samkeppnum um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyðisfirði.

Helsti efniviður Önnu hefur einkum verið leir og undanfarið hefur hún einnig fengist við teikningu. Hún hefur á ferli sínum tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis og haldið einkasýningar víða. Verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Reykjavikur, Gerðarsafns, Safnasafnsins, Listasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Íslands. Anna hefur um árabil unnið að myndlist í samstarfi við myndlistarkonuna Olgu Bergmann. Samstarf þeirra er ekki síst á sviði myndlistar í opinberu rými og sem dæmi má nefna verðlaunatillögu þeirra að listaverkum fyrir nýja fangelsisbyggingu á Hólmsheiði.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn