Samræður á sunnudegi

21. júní kl. 15:00 

Katrín Elvarsdóttir og Gréta S. Guðjónsdóttir

Sunnudaginn 21. júní kl. 15:00 munu Katrín Elvarsdóttir og Gréta S. Guðjónsdóttir ræða við gesti sýningarinnar LEIFTUR á stund hættunnar sem nú stendur í Listasafni Árnesinga, en þær eru tveir þeirra átta íslensku myndlistarmanna sem verk eiga á sýningunni. Þeir vinna allir með ljósmyndina í list sinni og hafa á undanförnum árum hlotið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. Katrín var t.d. tilnefnd til Heiðursverðlauna Myndstefs 2007 og nýverið hlaut hún fyrstu verðlaun á sýningunni Camera Works 2009 og Gréta hefur vakið athygli fyrir myndaseríu sem hún vann um ömmu sína og 2004 vann hún til verðlauna í samkeppni á vegum Agva.  Þær munu fyrst og fremst fjalla um sín verk og nálgunina á viðfangsefninu en gestir eru hvattir til að nýta sér nærveru þeirra til að fá betri nálgun við verkin og inntak sýningarinnar.

Katrín Elvarsdóttir

Katrín lauk BA námi í frönsku frá Háskóla Íslands 1988, BA námi í ljósmyndun frá Brevard Community College í Bandaríkjunum 1990 og BFA námi frá Art Institute of Boston í Bandaríkjunum, 1993. Hún hefur kennt ljósmyndun bæði í Bandaríkjunum, Danmörku og frá 2006 við Listaháskóla Íslands. Katrín hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim og einkasýningum hérlendis, í Danmörku og í Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið ýmsar virtar viðurkenningar og verk eftir hana eru í eigu helstu safna hérlendis. Katrín hefur einnig tekið þátt í ýmsum menningartengdum samstarfsverkefnum s.s. gerð ljósmyndabókarinnar Mórar-nærvídd, sem hún vann með tónlistarmanninum Matthíasi Hemstock, en 12 Tónar gáfu bókin út.

Ljósmyndari Gréta S. Guðjónsdóttir

Gréta lauk BA gráðu í listrænni ljósmyndun frá AKI, Akademie voor beeldende kunst, Hollandi, 1996 og námi í kennslu og uppeldisfræði í KHÍ og hefur kennt ljósmyndun á listasviði Fjölbrautarskólans Breiðholti. Gréta hefur einnig starfað sjálfstætt sem ljósmyndari hér á landi. Hún tók þátt í samsýningum í Enschede 1996 og Amsterdam 1997. Hér á landi hefur hún tekið þátt í samsýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Ljósmyndarafélags Íslands og unnið þar til verðlauna. Gréta var með einkasýningu í gallerí Start Art í September 2008 þar sem hún sýndi myndir úr ævi ömmu sinnar, en það eru einnig myndir úr þeirri myndröð nú til sýnis í Grensáskirkju sem og í Listasafni Árnesinga. 


28. júní 
Sigrún Sigurðardóttir

Sunnudaginn 28. júní kl. 15:00 mun Sigrún Sigurðardóttir ræða við gesti sýningarinnar LEIFTUR á stund hættunnar en það er síðasti dagur sýningarinnar í Listasafni Árnesinga. Þar eru til sýnis verk eftir átta íslenska myndlistarmenn sem allir vinna með ljósmyndina í list sinni og hafa á undanförnum árum hlotið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. List þeirra er á margan hátt alþjóðleg og fjallar um veruleikann á persónulegan en um leið margslunginn hátt. Sigrún mun leiða umræður um sýninguna og svara spurningum gesta.

Sigrún er sýningarstjóri sýningarinnar.  Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand.mag. próf í menningarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún hefur sérhæft sig í einsögurannsóknum og rannsóknum á ljósmyndum og þýðingu þeirra fyrir upplifun og skilning fólks á veruleikanum í fortíð og nútíð. Samhliða sjálfstæðum rannsóknum hefur Sigrún sinnt sýningastjórnun og eftir Sigrúnu hafa verið gefnar út bækurnar Afturgöngur og afskipti af sannleikanum (Þjóðminjasafnið, 2009), Endurkast. Íslensk samtímaljósmyndun (Þjóðminjasafnið, 2008) Det traumatiske øjeblik (Rævens sorte bibliotek, 2006) og Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld (Háskólaútgáfan, 1999). Sigrún hefur einnig verið aðjunkt við Listaháskóla Íslands

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn