Samræður á sunnudegi 24. maí

Samræður á sunnudegi 24. maí kl. 15 - Haraldur Jónsson

Haraldur JónssonSunnudaginn 24. maí kl. 15:00 mun Haraldur Jónsson ræða við gesti sýningarinnar Leiftur á stund hættunnar sem nú stendur í Listasafni Árnesinga. Á sýningunni eru verk eftir átta íslenska myndlistarmenn sem allir vinna með ljósmyndina í list sinni og hafa á undanförnum árum hlotið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. List þeirra er á margan hátt alþjóðleg og fjallar um veruleikann á persónulegan en um leið margslunginn hátt. Haraldur er einn þeirra átta listamanna sem eiga verk á sýningunni og hann mun fyrst og fremst fjalla um verkið sitt og nálgunina á viðfangsefninu en einnig fjalla um sýninguna sem heild og vekja umræður meðal gesta.

Haraldur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987 og Listaakademíunni í Düsseldorf í Þýskalandi 1990. Þá nam hann við Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París í Frakklandi í eitt ár. Haraldur er í hópi framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og notar ýmsa miðla við sköpunina. Á sýningunni í Listasafni Árnesinga er til sýnis hluti úr myndröðinni TSOYL, The Story of Your Life, sem hann hófst handa við árið 1988 og er enn að vinna að. Frá árinu 1989 hefur Haraldur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar hérlendis sem erlendis og verk hans er að finna í helstu opinberum söfnum hér á landi, í Noregi og í ýmsum einkasöfnum víða um heim. Haraldur var tilnefndur til Menningarverðlauna DV 2009 fyrir sýningu sína Myrkurlampi sem og fyrir bók sína Fylgjur árið 1998.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn