Samræður á sunnudegi

Samræður á sunnudegi 17. maí kl. 15 - Pétur Thomsen

 

Sunnudaginn 17. Maí kl. 15:00 mun Pétur Thomsen ræða við gesti sýningarinnar Leiftur á stund hættunnar sem nú stendur í Listasafni Árnesinga. Á sýningunni eru verk eftir átta íslenska myndlistarmenn sem allir vinna með ljósmyndina í list sinni og hafa á undanförnum árum hlotið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir verk sín. List þeirra er á margan hátt alþjóðleg og fjallar um veruleikann á persónulegan en um leið margslunginn hátt.

Pétur mun fyrst og fremst fjalla um sín verk og nálgunina á viðfangsefninu en mun einnig reyna að svara spurningum gesta.Pétur er einn þeirra átta listamanna sem eiga verk á sýningunni. Hann nam ljósmyndun í Ecole Supérieure des Métiers Artistiques í Montpellier og og lauk mastergráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie (ENSP) í Arles, Frakklandi árið 2004. Pétur hefur verið virkur í sýningarhaldi hérlendis og erlendis og verk eftir hann í eigu opinberra safna innanlands og utan. Hann hefur verið tilnefndur til mikilsvirtra verðlauna og hlotið m.a. alþjóðlegu unglistaverðlaun LVMH – Louis Vuitton Moët Hennessy. Árið 2005 var Pétur valinn til þátttöku í sýningunni ReGeneration, 50 ljósmyndarar framtíðarinnar, sem fyrst var opnuð í Elysée safninu í Sviss en síðan sett upp víða, m.a. í Bandaríkjunum og Rússlandi. Einkasýningar fyrir utan Íslands hafa verið settar upp í Frakklandi, Rússlandi, Sviss og Sýrlandi. 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn