Þræddir þræðir

Alþjóðlegi safnadagurinn og Gilitrutt

Söfn og samfélög um heim allan hafa fagnað Alþjóðlega safnadeginum í kringum 18. maí ár hvert frá árinu 1977 og er markmiðið að vekja athygli á mikilvægi safna í þróun samfélagsins. Yfirskrift dagsins í ár er „Söfn og umdeildar sögur: að segja það sem ekki má í söfnum“

Báðar sýningarnar HEIMKYNNI – Sigrid Valtingojer og ÓÞEKKT – Tinna Ottesen taka á málefnum samtímans sem eru sumum erfið, þe. málefni flóttamanna (Heimkynni) og tengsl okkar við náttúruna (Óþekkt). Sjá líka safnmenn.is/safnadagur

Söfn eru vettvangur samskipta og á safnadaginn, fimmtudaginn 18. maí kl. 18:00 verður boðið upp á sýningu á óperunni Gilitrutt eftir Þórunni Guðmundsdóttur og flytjendur eru söngnemendur, eldri strengjasveit og blásarar frá Tónlistaskóla Árnesinga. Flutningur óperunnar tengist þema vetrarins hjá skólanum sem er „Kventónskáld“.

Aðgangur að safninu og óperunni er ókeypis og allir velkomnir.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn