Huginn Þór Arason

Huginn Þór útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og með MA-gráðu á árinu 2007 frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg. Í myndlist sinni fæst hann við afar fjölbreytta efnisnotkun og ýmsa miðla, en verk hans eru einföld í framsetningu og dansa sífellt á mörkum þess að vera gjörningar, skúlptúr og málverk. Í verkum sínum hefur Huginn Þór skapað eigin heim þar sem fléttast saman barnsleg form, sem líkjast hlutum úr daglega lífinu, skærir litir og gjörningar sem varpa ljósi á atferli fólks, persónulegan smekk og ákvarðanir.  Verk hans hafa verið sýnd á erlendum sem innlendum sýningarvettvangi samtímalistar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn