Articles

Sprettimynda bókagerð
Listasmiðja mars mánaðar

SprettimyndabókViltu búa til þitt ævintýri, trölla- eða álfasögu? Og sviðsetja það í sprettimyndabók? Fjölskyldulistasmiðja mars mánaðar í Listasafni Árnesinga tengist sýningunni Einu sinni var... þar sem sjá má þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar í sviðsettu umhverfi.

Sprettimyndabók er þrívíð bók eða sviðsmynd sem hægt er að draga út og saman líkt og harmónikku en í miðjunni birtist sviðsmynd þar sem þú skapar þitt eigið ævintýri.

Smiðjustjóri er sem fyrr Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og hún verður til staðar kl. 14:00 – 16:00 til þess að aðstoða þátttakendur við að skapa sitt ævintýri í pappír. Börn og foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri, koma og skoða sýninguna, ræða um hana og skapa saman í listasmiðjunni þar sem allt efni, pappír og litir eru til staðar og aðgangur og þátttaka í listasmiðjunni er ókeypis.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn