Articles

Birgir Snæbjörn Birgisson

Birgir Snæbjörn Birgisson er fæddur árið 1966. Hann útskrifaðist sem stúdent af myndlistarbraut Menntaskólans á Akureyri og stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986-89. Hann sótti framhaldsnám við fjöltæknideild École des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi 1991-93. Birgir var einnig búsettur um tíma í London þar sem hann starfaði að myndlist en býr nú og starfar í Reykjavík. Hann stofnaði ásamt konu sinni Sigrúnu Sigvaldadóttur Gallerí Skilti 2007 sem sýningarvettvang við heimili þeirra að Dugguvogi 3 í Reykjavík. Birgir hefur verið mjög virkur í sýningarhaldi bæði hér heima og erlendis. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu og ljóshærðu yfirbragði. Í verkum Birgis er að finna samfélagslega og pólitíska skírskotun.

www.birgirsnaebjorn.com
www.gallerysign.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn