Articles

Rósa Sigrún Jónsdóttir

Rósa Sigrún Jónsdóttir er fædd árið 1962. Hún lauk námi frá kennaraháskóla Íslands 1987 og frá Listaháskóla Íslands 2001. Rósa hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Hún var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár og var ennfremur fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði Ríkisins. Henni hefur verið boðið á gestavinnustofur víða um heim, hún á verk í opinberu rými á íslandi og í Finnlandi og hefur hlotið innlendar og erlendar viðurkenningar, nú síðast Premio Ora Art Price. Frá 2007 hefur hún kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík. Rósa Sigrún vinnur aðallega með textíl, allt frá stórum þrívíðum innsetningum í lítil, tvívið verk. Hún starfar ennfremur sem fjallaleiðsögumaður og tengist íslensk náttúra á ýmsan hátt inn í verk hennar.

rosasigrun.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn