Articles

Halldór Einarsson í ljósi samtímans

Nú, árið 2018, þegar við fögnum aldarafmæli fullveldis Íslands, gefst tækifæri til að staldra við, rýna í menningararfinn og setja hann í samhengi við samtíðina. Í Listasafni Árnesinga hafa verk fjögurra núlifandi listamanna verið sett upp í samtali við verk Halldórs Einarsonar, sem fæddist árið 1893 í Brandshúsum í Flóa. Árið 1918 var Halldór Einarsson lærlingur í tréskurði í Reykjavík. Fjórum árum síðar sigldi hann til Vesturheims og kom ekki aftur til Íslands fyrr en 1965, þá alkominn. Tilgangur sýningarinnar Halldór Einarsson í ljósi samtímans er að skoða nánar feril og verk Halldórs, en þau eru hluti af gjöf hans til Árnessýslu, önnur tveggja stofngjafa Listasafns Árnesinga.

Með því að setja verkin í samhengi við verk samtíma listamannanna Guðjóns Ketilssonar, Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Birgis Snæbjörns Birgissonar og Önnu Hallin, sem voru börn eða að fæðast þegar Halldór flutti aftur til Íslands, er þess vænst að sjá megi verkin í nýju ljósi. Óvæntar tengingar myndast í ýmsar áttir, frá húsgögnum til bóka, handverki til náttúru, lækninga til stjórnmála, valdi til kvenna. Verk Halldórs vekja til umhugsunar og eiga sitt erindi, þó eftir ýmsum krókaleiðum sé, til samtímans. Sýningarstóri er Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur og er þetta í þriðja sinn sem hún setur upp viðamikla sýningu í Listasafni Árnesinga.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn