Listasafn Árnesinga valið á lista Eyrarrósarinnar 2015 og var eitt þriggja tilnefnndra af listanum.
Listasafn Árnesinga var valið á lista Eyrarrósarinnar 2015, eitt tíu menningarverkefna. Síðan var listinn styttur niður í þrjú sem tilnefnd voru til Eyrarrósarinnar 2015, það voru Frystiklefinn á Rifi, Listasafn Árnesinga og Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenti svo Frystiklefanum á Rifi verðlaunin með viðhöfn laugardaginn 4. apríl um borð í bátnum Húna við höfnina á Ísafirði.
Í fyrstu verðlaun voru 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands. Hin tvö tilnefndu verkefnin hlutu peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Eyrarrósarlistinn 2015
- Braggast á Sólstöðum
- Ferskir vindar
- Frystiklefinn
- Listasafn Árnesinga
- Listasafnið á Akureyri
- Nes Listamiðstöð
- Orgelsmiðjan á Stokkseyri
- Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði
- Verksmiðjan á Hjalteyri
- Þjóðlagasetrið á Siglufirði