Einu sinni er

EINU SINNI ER


Sýning frá HANDVERKI OG HÖNNUN
Sýningin Einu sinni er kemur frá HANDVERKI OG HÖNNUN. Hugmyndin að henni var að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að stefna saman tveimur ólíkum listamönnum. Tólf einstaklingar voru valdir og hver þeirra valdi sér samstarfsaðila. Þema sýningarinnar er „gamalt og nýtt“ og á sýningunni má sjá fjölda nýrra og áhugaverðra nytjahluta sem unnir eru af þessum tólf pörum, en þau eru Anna Guðmundsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir, George Hollanders og Guðrún Á. Steingrímsdóttir, Guðbjörg Káradóttir og Frosti Gnarr, Guðný Hafsteinsdóttir og Karen Ósk Sigurðardóttir, Inga Rúnarsdóttir Bachmann og Stefán Svan Aðalheiðarson, Lára Gunnarsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára Vilbergsdóttir og Fjölnir Björn Hlynsson, Ólöf Einarsdóttir og Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Páll Garðarsson og  Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Birna Júlíusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson.

Sýningin var fyrst sett upp í Safnasafninu á Svalbarðseyri í apríl á þessu ári en hefur síðan verið sett upp á Ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki og nú í Listasafni Árnesinga, Hveragerði.

pdf Sýningarskrá - EINU SINNI ER
Heimasíða HANDVERK OG HÖNNUN

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn