Listamenn

Almynstur

Almynstur

3. september – 11. desember

Arnar Herbertsson
JBK Ransu
Davíð Örn Halldórsson

Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað skilur þá að? Þeir eru allir starfandi listmálarar án persónulegra tengsla og hver af sinni kynslóð. Þeir hafa valið sér tjáningarmáta óhlutbundinnar listar og draga fram form og mynstur í sterkum litum. Á sýningunni leitast sýningarstjórinn Sigríður Melrós Ólafsdóttir að varpa ljósi á það sem sameinar þá í ljósi listasögunnar. Sigríður er menntaður myndlistarmaður en hefur snúið sér æ meir að sýningargerð og sýningarstjórnun. Hún er nú deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands.

Arnar-Herbertsson-220Arnar hóf sinn feril með haustsýningum FÍM (félagi íslenskra myndlistarmanna) 1965 en snéri sér fljótlega að SUM-urunum sem leituðu nýrra leiða í tjáningu, efnisvali, framsetningu og innihaldi listarinnar og tók virkan þátt í umbrotum sem þá áttu sér stað. Um tíma var hann lítt sýnilegur en hefur undanfarið vakið æ meiri og verðskuldaða athygli.

JBK-RansuÍ verkum JBK Ransu má sjá þaulhugsuð konseptverk þar sem hann teflir gjarnan saman tveimur ólíkum straumum í myndlist, tveimur öfgum. Hann lítur ekki á abstrakt málverk sem óhlutbundin heldur sem hluta út sögunni og vinnur samkvæmt því svo úr verður xgeo og popop.

David_OrnDavíð endurspeglar síðan enn nýrri strauma sem spretta upp úr teiknimyndum, tölvugrafík og götulist. Slík verk hafa verið skilgreind sem kómík-abstraksjón en líka ein hvers konar popp-súrrealismi.

Listasafn Árnesinga tekur á móti haustinu með litríkum og fjörugum verkum

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn