Listamenn

Leiðsögn með sýningarstjóra á síðasta sýningardegi

Leiðsögn með sýningarstjóra á síðasta sýningardegi.

Inga - sýningastjóri

Komið er að lokum sýningarinnar Verulegar – Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir í Listasafni Árnesinga og á síðasta sýningardegi, sunnudaginn 25. febrúar, kl. 14:00 mun Inga Jónsdóttir sýningarstjóri ganga um  sýninguna og ræða við gesti.

Tveir kraftmiklir myndlistarmenn eru höfundar verkanna og hefur Brynhildur fengist við skúlptúr allan sinn feril en Guðrún einkum málverk.

Hvernig kallast verk þeirra beggja á og af hverju eru verk þeirra tekin saman til sýningar? Hvaða hugmyndir liggja verkunum til grundvallar? Hvernig geta þau örvað skilningarvitin? Kveikja þau hugmyndir hjá viðtakanda til túlkunar eða er sjónræn skoðun fullnægjandi? Þetta eru spurningar sem leggja grunn að leiðsögn og spjall um sýninguna með þátttöku gesta.

Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir.

Fjall BTH og Formaedraherinn GT

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn