Listamenn

Alþjóðadagur safna 18. maí

Alþjóðadagur safn 18. maí

Alþjóðadagur safna 18. maí

Listasafn Árnesinga tekur þátt í alþjóðlega safnadeginum með dagskrá í safninu og getur tekið undir kynningarorð dagsins um að hlutverk safna í samfélaginu er að breytast. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Söfnin virða meginhlutverk sitt, við að safna, varðveita, miðla, rannsaka og sýna, á sama tíma og þau hafa breytt starfsvenjum sínum til að vera áfram nær þeim samfélögum sem þau þjóna. Þau hafa aðlagast hlutverki sínu sem menningarmiðstöðvar í auknum mæli og jafnframt fundið nýjar leiðir til að heiðra safnmunina, söguna og arfleifð sem munu hafa nýja merkingu fyrir seinni kynslóðir. 

Á alþjóðlega safnadeginum 18. maí er hægt að vera þátttakandi í tveimur dagskrárliðum auk þess að skoða sýningarnar tvær sem standa í safninu.

Dagskrárliðirnir eru:

Kl. 13-15  Vinnustofa í vatnslitamálun 

Kl. 15       Leiðsögn og spjall um sýninguna Mismunandi endurómun 

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn