Listamenn

Vinnustofa í vatnslitamálun kl. 13-15

Vinnustofa í vatnslitamálun kl. 13-15

KF vatnslitamynd 1 600

Í listamannahúsinu Varmahlíð dvelja nú Kirsten Fugl og Ingelise Flensborg, myndlistarmenn og kennarar myndgreinakennara til fleiri ára. Á alþjóðlega safnadeginum, laugardaginn 18. maí  munu þær leiðbeina byrjendum sem lengra komnum við að virkja sköpunargleði sína með vatnslitum - Fyrstur kemur fyrstur fær því í vinnustofunni geta aðeins 12 tekið þátt. Tilvalið er líka að skoða sýninguna Einu sinni var... þar sem sjá má nokkur vatnslitaverk eftir Ásgrím Jónsson sem náði góðum árangri í vatnslitamálun.

KF vatnslitamynd 2 600Kirsten Fugl leiddi kennslufræðina við Háskólann í Vordingvorg í Danmörku og hefur kynnt sér vel möguleikatjáningar með vatnslitum og áhrif litarefna hvert á annað í fljótandi formi. Hún segir eiginleika einstakra litarefni ólíka, sum litarefni safnast saman og gefa öðrum pláss meðan önnur dreifa úr sér og ýta öðrum litum frá.

Ingelise Flensborg var í 6 ár lektor við Háskólann í Árósum og 25 ár við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn með áherlsu m.a. á list- og safnakennslu og er höfundur nokkurra bóka á sínu sviði.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn