Listamenn

Svala Ólafsdóttir - erindi í máli og myndum 

þriðjudaginn 27. júlí kl. 17

Svala ÓlafsdóttirNæst komandi þriðjudag kl. 17 mun Svala Ólafsdóttir kynna verk sín í máli og myndum í Listasafni Árnesinga, en hún dvelur um þessar mundir í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði.

Svala_Olafs_-_cover-01aSvala (1954) ólst upp á Selfossi en býr nú í Bandaríkjunum. Hún lauk BFA. námi við San Francisco Art Institut 1986 með áherslu á ljósmyndun, master gráðu í grafík og málun frá Texasháskóla, 2005 og master gráðu í ljósmyndun frá New Mexico fylkisháskólanum í  Las Cruces, 2008. Frá námslokum hefur hún kennt við þann skóla en tekur í haust við prófessorstöðu við Troy háskólann í Albany, Georgia.

Í verkum sínum fjallar Svala meðal annars um tengslin á milli minninganna, sagnanna, og svo hins uppfundna, eða tilbúna. Hún hefur einkum fengist við ljósmyndaverk og oftar enn ekki er myndum raðað saman, tveimur eða fleirum til þess að skapa orðræðu eða ef til vill torræðu á milli einstakra ramma. Ljósmyndaverk Svölu eru ljóðræn og huglæg.

Svala hefur verið virkur þáttakandi í menningarmálum í Nýju Mexikó, haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis og verk eftir hana verið valin á áhugaverðar samsýningar. Verk hennar er meðal annars að finna á Listasafni University of Texas, at El Paso. Svala hefur líka sýnt hér á landi og sem stendur má sjá áhugaverða innsetningu í Bókasafninu í Hveragerði en þar áður sýndi hún í galleríinu Auga fyrir auga árið 2007. Hún var með sýningu tengda bernsku Gunnars Gunnarssonar rithöfundar á Skriðuklaustri sama ár, en Svala dvaldi sem gestalistamaður á Skriðuklaustri 2007.

Frekari upplýsingar um feril og verk Svölu má fá á heimasíðunni: www.svalaolafsdottir.com

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn