Listamenn

Síðasta sýningarhelgin - snjór og þjóðleg fagurfræði

Síðasta sýningarhelgin

Snjór og Þjóðleg fagurfræði

SnjórÍ tengslum við Jól í bæ í Hveragerði verður opnaður jólagluggi í safninu á sunnudaginn kl. 13. Hönnuður tákna dagatalsins er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og táknið í jólaglugga safnsins í ár er snjór. Af því tilefni er gestum boðið að taka þátt í gerð snjókristalla úr ýmsu efni sem verður til staðar í safninu endurgjaldslaust. Einhverjir snjókristallar verða valdir til þess að skreyta glugga safnsins en gestum er líka velkomið að búa til snjókristalla og taka með heim. Snjókristalagerð verður í gangi allan daginn og þáttakendum boðið upp á safa, kaffi og piparkökur.

Leiðsögn og samræður um sýninguna Þjóðleg fagurfræði  verður klukkan 15 með Ingu Jónsdóttur sýningarstjóra.

Safnið er opið kl. 12 -18 fimmtudag til sunnudagsins 12. desember en verður síðan lokað til laugardagsins 15. janúar 2011.

Jólastemning á sunnudag  -  allir velkomnir  -  aðgangur ókeypis

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn