Listamenn

Þorbjörg Höskulsdóttir

Þorbjörg er fædd árið 1939. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1962-1966 og vann jafnframt við keramíkhönnun hjá Glit undir stjórn Ragnars Kjartanssonar og Hrings Jóhannessonar. Árið 1967 hélt hún til Kaupmannahafnar til að nema við Konunglegu listaakademíuna hjá prófessor Hjort Nielsen og útskrifaðist þaðan 1971. Að loknu námi snéri Þorbjörg aftur heim og hefur átt langan og farsælan feril sem myndlistarmaður. Hún hefur fyrst og fremst fengist við olíumálverk en einnig leikmyndagerð, grafík og teikningar fyrir bækur. Viðfangsefni hennar hefur gjarnan verið íslenskt landslag en með því að fella inn í það byggingarlist með klassískri fjarvíddarteikningu leggur hún áherslu á viðkvæmt samband manns og náttúru.

Fyrstu einkasýninguna hélt Þorbjörg í Gallerí Súm árið 1972 og síðan hafa fylgt fjölmargar einkasýningar og þátttaka í samsýningum, einkum hér á landi en einnig í Danmörku og verk eftir hana er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins. Ásamt fleiri listamönnum tók hún þátt í rekstri Gallerí Grjóts sem starfrækt var 1983–1989 á Skólavörðustígnum. Hún hefur einnig starfað að félagsmálum myndlistarmanna og sat m.a. í stjórn FÍM. Þorbjörg hefur hlotið starfslaun úr Launasjóði íslenskra myndlistarmanna og frá árinu 2006 hefur hún verið handhafi heiðursverðlauna frá Alþingi Íslendinga.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn