Listamenn

Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður er fædd 1933. Myndlistaráhuginn vaknaði snemma en ferill hennar er líka samofinn hlutverki hennar sem móðir fimm sona sem fæddir eru á árunum 1954-68. Ragnheiður varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1954. Hún sótti námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1959-61 og 1964-68 og meðal kennara voru Erro og Ragnar Kjartansson, sem í kjölfarið bauð henni vinnu í Glit. Árið 1962 sótti hún einnig teiknitíma í Glyptótekinu í Kaupmannahöfn. Hún nam síðan við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, grafík hjá Einari Hákonarsyni 1968-70. Ragnheiður dvaldi í París 1970 þar sem hún nam grafík m.a. við Atelier 17 hjá S.W. Hayter.

Árið 1966 var verk eftir Ragnheiði valið á haustsýningu FÍM og 1968 opnaði hún sína fyrstu einkasýningu á málverkum. Eftir það snéri hún sér alfarið að grafík, ætingum, og kom sér upp vinnustofu með eigin pressu. Um 1990 tók við ný áskorun þegar hún fór að teikna stóru kolamyndirnar. Hún á að baki tugi einka- og samsýninga víða um heim sem og hér á landi. Verk hennar er að finna í fjölmörgum opinberum söfnum og einkasöfnum hér heima og erlendis, m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Bibliothèque Nationale í París, Museum of Moden Art í Helsinki. Henni hafa hlotnast alþjóðlegar viðurkenningar og hún hefur notið starfslauna úr launasjóði íslenskra myndlistarmanna.

Ragnheiður átti þátt í því að endurreisa félagið Íslensk grafík 1969 og sat þar í stjórn og sömuleiðis í stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna, FÍM um tíma. Hún tók einnig þátt í rekstri Gallerís Grjóts ásamt fleiri listamönnum á árunum 1983 – 1989.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn