Listamenn

Björg Þorsteinsdóttir

Björg er fædd 1940. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og teiknikennaraprófi frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1964. Hún stundaði einnig nám í grafík við sama skóla, sótti tíma í teikningu og málun við Myndlistaskólann í Reykjavík í þrjú ár og var við nám við Staatliche Akademie der bildenden Künste í Stuttgart um skeið. Á árunum 1971-1973 var Björg styrkþegi frönsku ríkisstjórnarinnar og lagði stund á málmgrafík við Atelier 17 hjá S.W. Hayter og steinþrykk við École Nationale Supérieure des Beaux Arts í París.

Í upphafi myndlistarferils síns málaði Björg einkum olíumálverk en á fyrstu einkasýningunni, 1971 sýndi hún þó eingöngu ætingar. Næstu ár á eftir fékkst Björg aðallega við grafík en í seinni tíð hefur hún lagt mesta rækt við málun. Á ferli sínum hefur hún málað, teiknað, unnið í grafík og gert collage-verk. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga í flestum löndum Evrópu, nokkrum löndum Asíu og Afríku, í Bandaríkjunum og Ástralíu. Verk Bjargar er að finna í fjölmörgum opinberum söfnum og einkasöfnum hér heima og erlendis, m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Bibliothèque Nationale, París, Museet for Internasjonal Samtidsgrafikk, Fredriksstad í Noregi, Museo Nacional de Grabado Contemperaneo, Madríd á Spáni og víðar. Hún hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og fengið starfslaun úr Launasjóði myndlistarmanna.

Björg hefur verið stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík og var forstöðumaður Safns Ásgríms Jónssonar, 1980-1984. Hún hefur starfað að félagsmálum myndlistarmanna og sat í fulltrúaráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn