Listamenn

Katrín Elvarsdóttir

Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) útskrifaðist með BFA-gráðu í ljósmyndun frá Art Instistute of Boston, USA 1990. Hún á að baki nokkrar einkasýningar á Íslandi og hefur líka átt verk á fjölmörgum samsýningum víða um heim. Katrín hefur einnig sinnt sýningarstjórnun og kennt ljósmyndun bæði hér á landi og erlendis. Verk hennar hafa  birst í ljósmyndabókum og Crymogea hefur gefið út ljósmyndabækurnar Equivocal (2011) og Vanished Summer (2013) um verk hennar. Katrín hefur verið tilnefnd til ýmissa virtra verðlauna eins og heiðursverðlauna Myndstefs 2007 og Deutsche Börse Photographic Prize 2009.
www.katrinelvarsdottir.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn