Listamenn

Brynhildur Þorgeirsdóttir

F. 1955. Brynhildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-79, Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, Hollandi, 1979-80, Orrefors Glass School, Svíþjóð, 1980, California College of Arts and Crafts, Oakland, Bandaríkjunum, 1980-82 og við Pilchuck Glass School, Stanwood, Washington, Bandaríkjunum, 1992, 1998 og 1999.

Frá upphafi ferils síns hefur Brynhildur verið í framvarðarsveit íslenskra myndhöggvara og var einnig formaður Myndhöggvarafélagsins 1992-95. Aðalefniviður hennar er steinsteypa og gler, sem hún hefur notað á nýstárlegan hátt og verur, fjöll og landslag hafa verið henni hugleikin síðustu árin. Brynhildur hefur sýnt víða s.s. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum, hlotið ýmsar viðurkenningar og víða má finna verk hennar úti og inni á opinberum stöðum innanlands og utan.
www.brynhildur.com

Brynhildur Thorgeirsdóttir

B. 1955. Brynhildur studied at the Iceland College of Art and Crafts 1974-79, Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam 1979-80, Orrefors Glass School, Sweden 1980, California College of Arts and Crafts, Oakland, USA, 1980-82 and Pilchuck Glass School, Stanwood, Washington, USA 1992, 1998 and 1999.

From the start of her career she has been a leading Icelandic sculptor and chaired the Reykjavík Sculptors’ Society 1992-95. Her main materials have been concrete and glass, which she has worked in using new techniques, and recently she has focussed her attention on beings and creatures, mountains and landscapes. She has exhibited widely, in Europe, Japan and the USA, received various awards and had indoor and outdoor works set up in public spaces both in Iceland and abroad.

www.brynhildur.com

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn