listrymi logo LISTRÝMI: Myndlistarnámskeið fyrir alla!

Staður: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði
Verkefnistjóri: Guðrún Tryggvadóttir

Á dagskrá Listrýmis veturinn 2017-18 eru fjölbreytt námskeið í teikningu, málun, mótun, tækniaðferðum og hugmyndaþróun. Flest námskeiðin í vetur eru í formi helgarnámskeiða þar sem fólk hefur tækifæri til að kynnast og kafa í viðfangsefnið yfir heila helgi. Kennt er í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þar sem aðstaðan til sköpunar er góð, auk þess sem bækurnar og sýningarnar á safninu gefa möguleika á nánari tengslum við listaverk og sögu.

Námskeið LISTRÝMIS eru haldin í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði.

Fyrstu námskeið Listrýmis hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Verkefnisstjóri Listrýmis er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður.

Námskeiðin sem eru í boði:

HAUSTÖNN  2017

Myndin í huganum - Teiknun og málun

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir

Litir og flæði - Vatnslitamálun 1

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir

Málverk og sköpun - Blönduð tækni

Leiðbeinandi: Jakob Veigar Sigurðsson

Masterclass - Olíumálun, tækni og aðferðir

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir

 

VORÖNN 2018

Anatómía og módel - Teiknun og málun

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.

Kafað í djúpið - Vatnslitamálun 2

Leiðbeinandi: Guðrún Tryggvadóttir.

Mótun - Lagmyndagerð

Kennari: Dagný Guðmundsdóttir.

Litir og form - Olíumálun

Kennari: Mýrmann.

 

Barnanámskeið - Myndasögur

Vilji er fyrir því að halda námskeið fyrir börn og einnig námskeið í gerð myndasagna. Það viljum við móta í samvinnu við ykkur – athuga hvaða tími hentar best og á hverju þátttakendur hafa helst áhuga.

Áhugasamir hafi vinsamlegast samband í síma 483 1727 eða listrymi@listasafnarnesinga.is.

 

Leiðbeinendur Listrýmis:

Dagný Guðmundsdóttir (dagny.is) nam við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með kennarapróf í myndlist og textíl frá Kennaraháskóla Íslands. Dagný hefur starfað sem myndlistarmaður, safnamaður og kennari auk þess að rækta og nýta afurðir náttúrunnar.

Guðrún Tryggvadóttir (tryggvadottir.com) nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París í Frakklandi og Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi. Hún stofnaði listaskólann RÝMI, hönnunarstofuna Kunst & Werbung og umhverfisvefinn Náttúran.is en starfar nú fyrst og fremst við myndlist.

Jakob Veigar Sigurðsson (jakobveigar.com) nam byggingatæknifræði áður en hann snéri sér að málverkinu. Að loknu prófi frá Listaháskóla Íslands stundar hann nú framahaldsnám við Akademie der bildenden Künste í Vínarborg.

Mýrmann (myrmann.com) hefur lengi fengist við olímálun og lærði fyrst hjá Guðrúnu Tryggvadóttur í RÝMI og síðan hjá Odd Nerdrum á vinnustofu hans í Noregi. Mýrmann stundar nú meistaranámi í hönnunar- og listaháskólanum UCA University for the Creative Arts í Englandi.


Skráning:

Tekið er á móti skráningum á netfangið listrymi@listasafnarnesinga.is. Takið fram fullt nafn, kennitölu, síma, heimilisfang og hvaða námskeið er óskað eftir að sækja. Þú færð nánari upplýsingar sendar um hæl.

Frekari upplýsingar um námskeiðin veitir verkefnisstjóri í síma 863 5490 eða starfsfólk Listasafns Árnesinga í síma 483 1727.

Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður og við skráningu gildir því að fyrstir koma fyrstir fá.

Flestir fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja félagsmenn til þátttöku í námskeiðum en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi.

pdfHlaða niður bæklingi

Listrými - Haustönn 2017

Listrými - Vorönn 2017

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn