Málþing um Sigurjón Ólafsson

Hrunamannadagur í LÁ

Hrunamannahreppur er eitt af átta sveitarfélögunum í Árnessýslu og þau eiga og reka í sameiningu Listasafn Árnesinga. Það er því með ánægju að Listasafn Árnesinga býður Hrunamenn hvaðanæva af landinu sérstaklega velkomna í safnið á sérstökum Hrunamannadegi. En það er öllum velkomið að njóta dagsins með okkur.

Kl. 13:00 – 16:00
Fjölskyldusmiðja í boði þar sem listkennslufræðingurinn Kristín Þóra Guðbjörnsdóttir mun leiðbeina. Vinnusmiðjan veitir þátttakendum tækifæri til að virkja eigin hugmyndir í listsköpun á sama tíma og rætt verður um inntak sýninganna tveggja í safninu og innblástur sóttur í þær. Þátttaka í smiðjunni er ókeypis og gestir geta komið og farið þegar þeim hentar en þurfa ekki að vera allan tímann.

Kl. 14:00
Inga Jónsdóttir safnstjóri og sýningarstjóri beggja sýningannaí safninu, annars vegar Undirstaða og uppspretta - sýn á safneign og hins vegar Þjórsá eftir Borghildi Óskarsdóttur mun fara um sýningarnar og ræða um þær við gesti sem líka eru hvattir til að spyrja.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn