Picasso á Íslandi - sýningarlok

Síðustu sýningardagar


Fimmtudagur 11. des. - sunnudagur 14. des.

Sýningarspjall á sunnudeginum kl. 15.


Þá er komið að lokum sýningarinnar Picasso á Íslandi sem fengið hefur góðar móttökur hinna fjölmörgu gesta sem hana hafa skoðað. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. desember og þann dag kl. 15 mun Inga Jónsdóttir safnstjóri fara með gestum um sýninguna og skapa umræður meðal þeirra um verkin og markmið sýningarinnar.

Í framhaldi af sýningunni Picasso á Íslandi í Listasafni Árnesinga er áhugavert að benda á tvær sýningar sem nú standa yfir í París, í Grand Palais og Orsay safninu.

Sýningin í Grand Palais sem er unnin í samvinnu við Louvre og önnur frönsk söfn, er helguð Picasso, en sjónum beint að áhrifum sem hann hefur þegið frá öðrum málurum, s.s. Manet, Delacroix, Renoir, Velasquez, Titian og Van Gogh. Á sýningunni í Listasafni Árnesinga er sjónum hins vegar beint að áhrifum sem Picasso hefur ef til vill haft á verk 26 íslenskra myndlistarmanna, sem unnin eru á árunum ca. 1911 – 2005. Verkin eru fengin að láni frá helstu söfnum landsins, s.s. Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni ASÍ.

Í Orsay-safninu er yfirskrift sýningarinnar Picasso/Manet: Le déjeuner sur l´herbe. Hún er sögð vera útvíkkun á sýningunni í Grand Palais og á að sýna hvernig Picasso notar hugvit og endurvinnslu, tilvitnun í og tileinkun á eldri málverk listasögunnar og lætur það bera ríkulegan ávöxt í röð málverka þar sem hann vitnar í verk 19. aldar málarans Manet, Le déjeuner sur l´herbe, sem á íslensku hefur verið þýtt sem Morgunverður í náttúrunni. Það er gaman að geta þess að á sýningunni í Listasafni Árnesinga er einmitt verk eftir Erró þar sem hann vitnar í eitt verka Picasso sem er til sýnis á fyrrnefndri sýningu í Orsay safninu. Verk Erró nefnist The Country Side, eða Sveitin.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn