Picasso á Íslandi - sýningarlok

Listamannsspjall með Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og leiðsögn með Hrönn og Kristínu

Rósa SigrúnSunnudaginn 11. nóvember kl. 14:00 mun listamaðurinn Rósa Sigrún Jónsdóttir spjalla við gesti um verk sín á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans. Verk Rósu bera öll yfirheitið Grös og samastanda ýmist af þrívíðri heklaðri og málaðri blómabreiðu eða teikningum og útsaumi. Grös kallast á við það tímabil í lífshlaupi Halldórs Einarssonar þegar hann settist að í skógi í útjaðri Chicago og sagist þar hafa kynnst „ákjósanlegri lífverum en mannfólkinu; blómum og trjám ...“ Auk þess að bjóða upp á samtal við Rósu Sigrúnu munu fræðslufulltrúar safnsins, Hrönn Traustadóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir ganga um sýninguna, segja frá og svara spurningum gesta.

Rósa Sigrún vinnur aðallega með textíl, allt frá stórum þrívíðum innsetningum í lítil, tvívið verk. Sem fjallaleiðsögumaður fangar hún áhrif frá íslenskri náttúru sem hún vinnur með í verkum sínum. Verk eftir hana er að finna í opinberu rými á Íslandi og í Finnlandi og hún hefur hlotið innlendar og erlendar viðurkenningar, nú síðast Premio Ora Art Price. Á sunnudaginn gefst tækifæri til þess að ræða við Rósu, spyrja og ræða ólíkar aðferðir listsköpunar og uppsprettu hugmynda.

Listamannaspjall með Önnu Hallin og Guðjóni Ketissyni

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00 munu listamennirnir Anna Hallin og Guðjón Ketilsson spjalla við gesti um verk sín á sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, en verk þeirra eru ólík innbyrðis þó handverkið sameini þau og á mismunandi hátt kallast þau á við verk Halldórs.

Aðalefniviður Guðjóns hefur löngum verið tré eins og hjá Halldóri og verk Guðjóns sem bera heitið Verkfæri eru líka eins konar minni handverksins. Í nafnlausu verki eftir Guðjón hefur hann líka umbreytt gömlu húsgangi í skúlptúr og kallast það þar með á við það tímabil í ferli Halldórs er hann vann við tréskurð í húsgagnaverksmiðju í Chicago.

Verk Önnu bera heitin Valdakonur, Listamenn og Skriffinnar og eiga það sameiginlegt að vera portret af mismunandi gerð. Þau kallast á við portret Halldórs, en að auki eiga þau Halldór það sameiginlegt að vera fædd og uppalin í öðru landi en þau settust að til starfa.

Guðjón vinnur að mestu við gerð teikninga og skúlptúra. Í verkum hans er mannslíkaminn í forgrunni, nærvera hans eða fjarvera. Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn til þátttöku í samkeppnum um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyðisfirði.

Helsti efniviður Önnu hefur einkum verið leir og undanfarið hefur hún einnig fengist við teikningu. Hún hefur á ferli sínum tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis og haldið einkasýningar víða. Verk eftir hana eru m.a. í eigu Listasafns Reykjavikur, Gerðarsafns, Safnasafnsins, Listasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Íslands. Anna hefur um árabil unnið að myndlist í samstarfi við myndlistarkonuna Olgu Bergmann. Samstarf þeirra er ekki síst á sviði myndlistar í opinberu rými og sem dæmi má nefna verðlaunatillögu þeirra að listaverkum fyrir nýja fangelsisbyggingu á Hólmsheiði.

Sýningarlok og spjall  sunnudag, 28. okt. kl. 15:00  um sýninguna Frá mótun til muna.

Sýningarlok og spjall
sunnudag, 28. okt. kl. 15:00
um sýninguna Frá mótun til muna.

LeirlistakonurnarSteinunn Aldís Helgadóttirog Þórdís Sigfúsdóttir munu spjalla við gesti og segja frá vinnuaðferðum og munum sem sjá má á sýningunni Frá mótun til muna sunnudaginn 14. október kl. 15:00.

Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða efni eru þær að nota til þess að fá fram þessi litabrigði?

Heimildarmyndin, Rakú - Frá mótun til muna, er kjarni sýningarinnar. Myndin var tekin upp haustið 2017 á vinnusmiðju sem þrjár leirlistakonu,r sem starfa í Hveragerði og Ölfusi, efndu til og buðu sex leirlistakonum annars staðar af landinu að taka þátt. Þær fengu sænskan leirlistamann, Anders Fredholm, til þess að leiðbeina þeim að byggja Rakú-ofn sem er viðarkynntur og vinna líka með aðrar gamlar leribrennsluaðferðir.

Á sýningunni má sjá prufur sem þær unnu í áðurnefndri vinnusmiðju, en flest verkin eru unnin síðar og eru brennd með þeim aðferðum sem vinnusmiðjan snérist um.

Að brenna leir með lifandi eldi er mikil áskorun sem þær Steinunn og Þórdís segja betur frá á lokadegi sýningarinnar kl. 15:00. Þá gefst líka kærkomið tækifæri til þess að spyrja þær um allt það sem upp kemur í hugann við skoðun verkanna.

Klippt og leikið með Baniprosonno -	fílar og froskar

Klippt og leikið með Baniprosonno - fílar og froskar.

Síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 14:00 – 16:00 er listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra fastur liður á dagskrá hjá Listasafni Árnesinga.

Í október njótum við góðs af góðum gesti í safninu því indverski myndlistarmaðurinn Baniprosonno og Putul kona hans, sem margir hér þekkja af fyrri heimsóknum, eru nú hér enn á ný. Þau munu leiðbeina börnum og fullorðnum að vinna saman skapandi pappírsklipp, fíla og froska, eins og Baniprosonno einum er lagið.

Þau hjónin eru mörgum Sunnlendingum að góðu kunn og hefur nokkrum sinnum verið boðið upp á margvíslegar listasmiðjur með honum í safninu. Þau dvelja nú á Íslandi í 9. sinn og þó hann sé orðinn 86 ára gamall er hann enn með brennandi áhuga á því að skapa myndlist og miðla leik- og sköpunargleði til barna og fullorðinna.

Frett a Visi 19okt1963 1000

55 ÁRA AFMÆLI

Föstudaginn 19. október eru 55 ár liðin frá því að Bjarnveig Bjarnadóttir og synir færðu Árnesingum stóra gjöf, 41 málverk eftir 17 listamenn, sem allir voru meðal helstu listamanna landsins á þessum tíma. Þessi gjöf lagði grunninn að Listasafni Árnesinga ásamt gjöf Halldórs Einarssonar á eigin verkum nokkrum árum síðar. Gjöf Bjarnveigar var til að byrja með komið fyrir í eldra safnahúsinu að Tryggvagötu 23 á Selfossi og var þar með fyrsta listasafn sem opið var almenningi utan höfuðborgarinnar. Bjarnveig hélt áfram að gefa listaverk til safnins allt til ársins 1986, alls 75 verk bæði málverk og skúlptúra.

Við þessi tímamót, 55 ára afmæli safnins, býður Listasafn Árnesinga öllum gestum 19. október upp á kaffi og konfekt.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn