Skart og skipulag

Skart og skipulag

Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
Hveragerði - nýr miðbær

 

Á sýningunni er sjóninni beint að hönnun. Til sýnis eru sannkölluð meistaraverk úr Skartgripaskríni Dana, sem fengin eru að láni frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn,  ásamt skartgripum eftir hina margverðlaunuðu Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur.  Að auki eru tillögur í arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði til sýnis. Sýningarstjórar eru Inga Jónsdóttir og Charlotte Malte.

Þetta er áhugaverð og óvenjuleg sýning því sjaldan gefst tækifæri til að sjá jafn mikið úrval ólíkra skargripa og kynnast þeirri merku sögu sem einkennt hefur danska skartgripahönnun í hálfa öld og þá fersku strauma sem hönnun Guðbjargar Kristínar Ingvarsdóttur ber með sér. Með tillögunum 17 að nýjum miðbæ í Hveragerði  endurspeglar sýningin enn frekar fjölbreytni hönnunar, en á sýningunni má sjá hið smáa og stóra, hið nálæga og fjarlæga.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 


Danska skartgripaskríniðDanska skartgripaskrínið
Á sýningunni eru vel á annað hundrað einstakra skartgripa til sýnis eftir 39 framúrskarandi danska skartgripahönnuði. Skartið er fengið að láni frá Skartgripaskríni hins virta Listiðnaðarsafns í Kaupmannahöfn, sem safnar m.a. gullmolum úr danskri skartgripahönnun. „Danmörk á sér langa og ríkulega sögu hvað varðar stuðning við listir og menningu, en frá árinu 1978 hefur nefnd um listiðnir og hönnun innan Listasjóðs danska ríkisins (Statens Kunstfond) fjárfest sérstaklega í skartgripum eftir helstu skartgripahönnuði Danmerkur," segir Bodil Busk Laursen, safnstjóri danska Listiðnaðarsafnsins.  „Sýningin endurspeglar þetta góða starf og gefur gott yfirlit yfir hönnunarsögu skartgripa í Danmörku frá miðri tuttugustu öld til nútímans"

Guðrún Kristín IngvadóttirLjómi í íslenskri skartgripasmíði
Á sýningunni gefur einnig að líta silfurskartgripi eftir Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur en hún er handhafi Íslensku sjónlistaverðlaunanna í flokki hönnunar árið 2008. Það má segja að hún tengist einnig danskri skartgripahefð þar sem hún lærði gullsmíði og skartgripahönnun í Danmörku. Guðbjörg Kristín hefur skapað sér nafn fyrir persónulegan og fágaðan stíl, sem einkennist af hreyfanleika, fínlegum smáatriðum og jafnvægi.

Miðbæjarskipulag HveragerðisHönnun á stærri skala
Samhliða skartgripasýningunni eru einnig til sýnis tillögur sem bárust í  arkitektasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag í Hveragerði.

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn