Þræddir þræðir

ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR


Ásgerður Búadóttir, Hildur Hákonardóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hildur Bjarnadóttir
Á sýningunni Þræddir þræðir eru verk eftir Ásgerði Búadóttur, Hildi Hákonardóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Hildi Bjarnadóttur. Þar er þráðurinn skoðaður sem vettvangur átaka, hvort heldur um mörk myndlistar eða togstreitu milli kynja og pólitískra afla en ímyndir þráðarins birtast á ólíkan hátt hjá fjórum kynslóðum. Ásgerður er frumkvöðull nútíma veflistar hér á landi, en hún yfirfærði hefðbundið akademískt listnám í vefnaðinn og skapaði þannig nýja sýn á textílverk. Hildur Hákonardóttir beitti vefnaðinum sem pólitísku vopni. Hún hefur unnið með teikninguna og virkni hennar í kvennabaráttunni endurspeglast í verkunum. Guðrún hefur skapað sér ákveðna sérstöðu með efnisvali, sem er einkum vír og gúmmí. Hún hefur einnig farið út fyrir hefðbundinn mörk með því að nota efnið sem eins konar teikningu í rýminu og lætur það rjúfa mörkin milli kvenlegs handverks og karlmannlegrar hörku. Hildur Bjarnadóttir rannsakar tilveru listarinnar og mörk handverks og myndlistar á nýstárlegan hátt, en verk hennar fela einnig í sér pólitísk átök kynja og listforma.

Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir og í sýningarskrá ritar Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur, en hún hefur einnig fengist við myndlestur.

Um listamennina
Ásgerður Búadóttir

LÁ - KEMUR Á ÓVART

eyrarrosin islensku safnaverdlaunin 2018 La

Notaleg kaffistofa
Setkrókur og upplýsingarrit um myndlist
Verið velkomin!

OPNUNARTÍMI: 12 - 18

Sumar:
alla daga 1. maí - 30. september

Vetur:
fim - sun 1. okt - 30. apríl
lokað 17. des 2018 - 12. jan 2019

Austurmörk 21 - 810 Hveragerði
listasafn@listasafnarnesinga.is
Sími 483 1727
Kort


Strætó leið 51stansar við Listasafnið

vidurkennt safn